Neitað um öryggisvottun vegna líkamsárásardóms sem hann greindi ekki frá í umsókn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2021 07:01 Utanríkisráðuneytið telur að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga þegar manninum var synjað um öryggisvottun. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um að synja manni um svokallaða öryggisvottun sökum ellefu ára gamals líkamsárásardóms yfir umsækjandanum sem hann greindi ekki frá í umsókn sinni. Maðurinn fór þess á leit við ríkislögreglustjóra í nóvember 2019 að fá öryggisvottun sem hann þarfnaðist starfa sinna vegna þar sem hann þurfti óheftan aðgang að vinnusvæði vegna tölvukerfa, verkferla og gagna sem starfið krefst aðgangs að. Ríkislögreglustjóri tilkynnti svo í febrúar 2020 að til stæði að synja manninum um öryggisvottunar á grundvelli varnarmálalaga eftir bakgrunnsskoðun með vísun í ákvæði reglugerðar sem kveður á um það sé gert, hafi umsækjandi verið dæmdur fyrir alvarleg brot, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Við bakgrunnsskoðun kom í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti árið 2010 verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar. Þá lægi einnig fyrir að maðurinn hafi verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og gengist undir dómsátt vegna fíkniefnabrots árið 1993. Taldi synjun brjóta gegn meðalhófsreglu Maðurinn ákvað að kæra ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra þar sem hann sagði það brjóta gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að synja hann um öryggisvottun með vísun í tæplega þrjátíu ára brota, með hliðsjón af því að „bakgrunnsskoðanir skuli framkvæmdar a.m.k. fimm ár aftur í tímann vegna umsókna um öryggisvottun af því trúnaðarstigi sem um ræðir.“ Einnig sé varla hægt að líta svo á að hann hafi gerst sekur um alvarlegt brot þegar hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi með dómi Hæstaréttar árið 2010 og að umrætt atvik hafi átt sér stað árið 2008. Þá hafi hann bent á að hann hafi ávallt neitað að hafa gerst sekur um brotið og að einn þriggja dómara Hæstaréttar Íslands hafi skilað sératkvæði þar sem að dómarinn taldi að sýkna bæri kæranda. Við bakgrunnsskoðun hjá ríkislögreglustjóra hafi komið í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti hlotið dóm fyrir líkamsárás sem framin var árið 2008.Vísir/Egill Tíu ára tímamark Það var engu að síður niðurstaða ríkislögreglustjóra í apríl 2020 að synja manninum um öryggisvottun. Taka yrði mið að því hvort hann hafi gefið falsaðar eða rangar upplýsingar eða að vísvitandi hafi verið þagað um upplýsingar sem viðkomandi mátti vita að hefðu áhrif á niðurstöðu mats um útgáfu öryggisvottunar. Í niðurstöðukafla utanríkisráðuneytisins segir að það sé talið eðlilegt, með hliðsjón af tíu ára tímamarki tilgreiningar á sakavottorði til yfirvalda, að sá dómur sem lagður var til grundvallar ákvörðunarinnar hafi komið til skoðunar við afgreiðslu umsóknarinnar. Þá hafi ekki verið litið til þess að maðurinn hafi ekki veitt neinar upplýsingar um afbrotaferil sinn á umsóknareyðublaði sem hann fyllti út og undirritaði þrátt fyrir að í eyðublaðinu sé spurt hvort umsækjandi hafi hlotið dóm, gert dómssátt eða hlotið lögreglustjórasekt án þess að sett séu fram sérstök tímaviðmið. „Í umsóknareyðublaðinu svaraði kærandi spurningunni játandi, en í reit þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um afbrot veitti kærandi ekki upplýsingar um dóminn eða önnur eldri brot, heldur vísaði til einkamáls vegna vanskila fjármuna,“ segir í úrskurðinum. Ráðuneytið taldi að ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu við afgreiðslu umsóknarinnar og því væri rétt að staðfesta hina kærðu ákvörðun embættisins. Einnig er tekið fram að þessi niðurstaða útiloki ekki að geti sótt um öryggisvottun á nýjan leik, þar sem réttar upplýsingagjafar er gætt. Bersýnilegt sé að við afgreiðslu nýrrar umsóknar yrði búið að afmá áðurnefndan dóm úr sakavottorði. Stjórnsýsla Öryggis- og varnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Maðurinn fór þess á leit við ríkislögreglustjóra í nóvember 2019 að fá öryggisvottun sem hann þarfnaðist starfa sinna vegna þar sem hann þurfti óheftan aðgang að vinnusvæði vegna tölvukerfa, verkferla og gagna sem starfið krefst aðgangs að. Ríkislögreglustjóri tilkynnti svo í febrúar 2020 að til stæði að synja manninum um öryggisvottunar á grundvelli varnarmálalaga eftir bakgrunnsskoðun með vísun í ákvæði reglugerðar sem kveður á um það sé gert, hafi umsækjandi verið dæmdur fyrir alvarleg brot, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Við bakgrunnsskoðun kom í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti árið 2010 verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar. Þá lægi einnig fyrir að maðurinn hafi verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og gengist undir dómsátt vegna fíkniefnabrots árið 1993. Taldi synjun brjóta gegn meðalhófsreglu Maðurinn ákvað að kæra ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra þar sem hann sagði það brjóta gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að synja hann um öryggisvottun með vísun í tæplega þrjátíu ára brota, með hliðsjón af því að „bakgrunnsskoðanir skuli framkvæmdar a.m.k. fimm ár aftur í tímann vegna umsókna um öryggisvottun af því trúnaðarstigi sem um ræðir.“ Einnig sé varla hægt að líta svo á að hann hafi gerst sekur um alvarlegt brot þegar hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi með dómi Hæstaréttar árið 2010 og að umrætt atvik hafi átt sér stað árið 2008. Þá hafi hann bent á að hann hafi ávallt neitað að hafa gerst sekur um brotið og að einn þriggja dómara Hæstaréttar Íslands hafi skilað sératkvæði þar sem að dómarinn taldi að sýkna bæri kæranda. Við bakgrunnsskoðun hjá ríkislögreglustjóra hafi komið í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti hlotið dóm fyrir líkamsárás sem framin var árið 2008.Vísir/Egill Tíu ára tímamark Það var engu að síður niðurstaða ríkislögreglustjóra í apríl 2020 að synja manninum um öryggisvottun. Taka yrði mið að því hvort hann hafi gefið falsaðar eða rangar upplýsingar eða að vísvitandi hafi verið þagað um upplýsingar sem viðkomandi mátti vita að hefðu áhrif á niðurstöðu mats um útgáfu öryggisvottunar. Í niðurstöðukafla utanríkisráðuneytisins segir að það sé talið eðlilegt, með hliðsjón af tíu ára tímamarki tilgreiningar á sakavottorði til yfirvalda, að sá dómur sem lagður var til grundvallar ákvörðunarinnar hafi komið til skoðunar við afgreiðslu umsóknarinnar. Þá hafi ekki verið litið til þess að maðurinn hafi ekki veitt neinar upplýsingar um afbrotaferil sinn á umsóknareyðublaði sem hann fyllti út og undirritaði þrátt fyrir að í eyðublaðinu sé spurt hvort umsækjandi hafi hlotið dóm, gert dómssátt eða hlotið lögreglustjórasekt án þess að sett séu fram sérstök tímaviðmið. „Í umsóknareyðublaðinu svaraði kærandi spurningunni játandi, en í reit þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um afbrot veitti kærandi ekki upplýsingar um dóminn eða önnur eldri brot, heldur vísaði til einkamáls vegna vanskila fjármuna,“ segir í úrskurðinum. Ráðuneytið taldi að ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu við afgreiðslu umsóknarinnar og því væri rétt að staðfesta hina kærðu ákvörðun embættisins. Einnig er tekið fram að þessi niðurstaða útiloki ekki að geti sótt um öryggisvottun á nýjan leik, þar sem réttar upplýsingagjafar er gætt. Bersýnilegt sé að við afgreiðslu nýrrar umsóknar yrði búið að afmá áðurnefndan dóm úr sakavottorði.
Stjórnsýsla Öryggis- og varnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira