Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Svo virðist sem KSÍ hafi ekki enn lært af fyrri mistökum. vísir/vilhelm/skjáskot úr DV 18. september 2021 Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021 KSÍ Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021
KSÍ Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira