Glæsileg skíðadeild opnuð í Ölpunum Alparnir 24. nóvember 2021 08:50 Úrval skíðavara í nýrri skíðadeild Alpanna í Faxafeni 12. Íslendingar eru duglegir að nýta náttúruna til útivistar. „Áhugi á útvist hefur stóraukist undanfarin tvö ár og við viljum koma til móts við viðskiptavini. Við opnuðum nýja verslun á Skólavörðustíg í síðasta mánuði og núna glænýja skíðadeild í algjörum toppklassa í verslun okkar í Faxafeni 12,“ segir Brynjar Hafþórsson, framkvæmdastjóri útivistarverslunarinnar Alparnir. Hann segir faglega og persónulega þjónustu þeirra hjartans mál. Ný verslun Alpanna á Skólavörðustíg var opnuð í október. „Viðskiptavinir okkar eiga að upplifa skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft þegar þeir koma hingað inn og fá alla þá fræðslu og ráðgjöf sem þeir þurfa. Við höfum fengið til liðs við okkur einn helsta skíðasérfræðing landsins, Snorra Pálsson skíðaþjálfara og fráfarandi formann Alpagreinasambands Íslands. Snorri er mikill sérfræðingur og veitir ráðgjöf á heimsklassa um allt sem viðkemur skíðum og gengur úr skugga um að fólk kaupi réttan búnað sem hentar þeim. Við erum einnig með fullkomið skíðaverkstæði í Faxafeni,“ segir Brynjar. Sérfræðiþekking og persónuleg þjónusta er veitt í skíðadeildinni. Vörúrval verslunarinnar er breitt og mikið lagt upp úr fallegum útstillingum. Merkin sem er að finna í hillunum eru með því besta sem völ er á. „Við erum umboðsaðilar Salomon og Atomic sem eru ein flottustu skíðamerki heims,“ segir Brynjar. „Salomon er einnig stærsta vörumerkið í utanvegahlaupi og Alparnir eru í miklum tengslum við hlaupasamfélagið á Íslandi, meðal annars haldið viðburði og stutt við Salomon Hengill Ultra hlaupið. Alparnir styðja við utanvegahlaup í samstarfi við Salomon vörumerkið. Hér sést Birgir Már Vigfússon hlaupa Búrfellsgjá.Þráinn Kolbeinsson Salomon leggur einnig áherslu á mörkin milli útivistar og daglegs lífs því fólk vill geta farið beint í göngu eftir vinnu án þess að skipta um skó eða jakka. Þetta hentar okkur á Íslandi mjög vel því veðrið getur breyst rétt á meðan við hlaupum út í bíl. Útivistarfatnaður hefur þróast mikið og er ekki lengur púkalegur né einhver sérstakur galli fyrir ákveðna hreyfingu heldur tískufatnaður. Sem dæmi er hægt að nota Salomon Speedcroft 5 skóna í allt, útileguna, fjallgöngu, í vinnuna við jakkaföt og út að hjóla,“ útskýrir Brynjar og segir Íslendinga búa í lúxusnálægð við náttúruna möguleikarnir til útivistar séu margir. Íslendingar búa í lúxusnálægð við náttúruna möguleikarnir til útivistar eru margir. „Við hér í Reykjavík erum til dæmis svo heppin að möguleikarnir til útivistar eru allt í kringum borgina, Esjan, Heiðmörk, hjólastígarnir og stutt í að komast á gönguskíðin. Fólk er duglegt að nýta sér þetta og eitt af því góða við covid er hve margir uppgötvuðu útivist og hreyfingu. Það var til dæmis ótrúlega gaman að sjá hve margt af ungu fólki dreif sig upp að eldgosinu. Þau fóru kannski fyrstu ferð á strigaskóm en komu svo til okkar og keyptu sína fyrstu gönguskó. Komu svo aftur og keyptu sér jakka. Það er skemmtilegt að fylgjast með hversu mikil lífsstílsbreyting fylgir útivistinni. Sjálfur var ég rétt um þrítugt þegar útivistarbakterían beit mig. Það jafnast ekkert á við að vera úti í ferska loftinu.“ Klippa: Alparnir útivistarverslun Heilsa Verslun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Áhugi á útvist hefur stóraukist undanfarin tvö ár og við viljum koma til móts við viðskiptavini. Við opnuðum nýja verslun á Skólavörðustíg í síðasta mánuði og núna glænýja skíðadeild í algjörum toppklassa í verslun okkar í Faxafeni 12,“ segir Brynjar Hafþórsson, framkvæmdastjóri útivistarverslunarinnar Alparnir. Hann segir faglega og persónulega þjónustu þeirra hjartans mál. Ný verslun Alpanna á Skólavörðustíg var opnuð í október. „Viðskiptavinir okkar eiga að upplifa skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft þegar þeir koma hingað inn og fá alla þá fræðslu og ráðgjöf sem þeir þurfa. Við höfum fengið til liðs við okkur einn helsta skíðasérfræðing landsins, Snorra Pálsson skíðaþjálfara og fráfarandi formann Alpagreinasambands Íslands. Snorri er mikill sérfræðingur og veitir ráðgjöf á heimsklassa um allt sem viðkemur skíðum og gengur úr skugga um að fólk kaupi réttan búnað sem hentar þeim. Við erum einnig með fullkomið skíðaverkstæði í Faxafeni,“ segir Brynjar. Sérfræðiþekking og persónuleg þjónusta er veitt í skíðadeildinni. Vörúrval verslunarinnar er breitt og mikið lagt upp úr fallegum útstillingum. Merkin sem er að finna í hillunum eru með því besta sem völ er á. „Við erum umboðsaðilar Salomon og Atomic sem eru ein flottustu skíðamerki heims,“ segir Brynjar. „Salomon er einnig stærsta vörumerkið í utanvegahlaupi og Alparnir eru í miklum tengslum við hlaupasamfélagið á Íslandi, meðal annars haldið viðburði og stutt við Salomon Hengill Ultra hlaupið. Alparnir styðja við utanvegahlaup í samstarfi við Salomon vörumerkið. Hér sést Birgir Már Vigfússon hlaupa Búrfellsgjá.Þráinn Kolbeinsson Salomon leggur einnig áherslu á mörkin milli útivistar og daglegs lífs því fólk vill geta farið beint í göngu eftir vinnu án þess að skipta um skó eða jakka. Þetta hentar okkur á Íslandi mjög vel því veðrið getur breyst rétt á meðan við hlaupum út í bíl. Útivistarfatnaður hefur þróast mikið og er ekki lengur púkalegur né einhver sérstakur galli fyrir ákveðna hreyfingu heldur tískufatnaður. Sem dæmi er hægt að nota Salomon Speedcroft 5 skóna í allt, útileguna, fjallgöngu, í vinnuna við jakkaföt og út að hjóla,“ útskýrir Brynjar og segir Íslendinga búa í lúxusnálægð við náttúruna möguleikarnir til útivistar séu margir. Íslendingar búa í lúxusnálægð við náttúruna möguleikarnir til útivistar eru margir. „Við hér í Reykjavík erum til dæmis svo heppin að möguleikarnir til útivistar eru allt í kringum borgina, Esjan, Heiðmörk, hjólastígarnir og stutt í að komast á gönguskíðin. Fólk er duglegt að nýta sér þetta og eitt af því góða við covid er hve margir uppgötvuðu útivist og hreyfingu. Það var til dæmis ótrúlega gaman að sjá hve margt af ungu fólki dreif sig upp að eldgosinu. Þau fóru kannski fyrstu ferð á strigaskóm en komu svo til okkar og keyptu sína fyrstu gönguskó. Komu svo aftur og keyptu sér jakka. Það er skemmtilegt að fylgjast með hversu mikil lífsstílsbreyting fylgir útivistinni. Sjálfur var ég rétt um þrítugt þegar útivistarbakterían beit mig. Það jafnast ekkert á við að vera úti í ferska loftinu.“ Klippa: Alparnir útivistarverslun
Heilsa Verslun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira