Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 12:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. „Matvælastofnun á að hafa yfirlit fyrir þetta og ég vænti þess að tekið verði á þessum háttum af fullri alvöru og sem skjótast,“ segir Kristján Þór. Heimildarmynd sem birt var í gær um blóðtöku mera hér á landi hefur vakið gríðarlega athygli, hér á landi og víða um heim, en í myndinni sjást bændur beita hryssurnar miklu og grófu ofbeldi. „Þetta er þeim til háborinnar skammar sem að þessu koma með þessum hætti sem myndin dregur fram,“ segir Kristján Þór. „Ég er ekki á þeim stað að við séum í stakk búin til að ákveða hvort við eigum að hætta þessu hér og nú. En það er augljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að það eru ákveðnir vankantar á þessu.“ Efast um að slæm meðferð sé viðhöfð alls staðar Fréttastofa náði tali af ríkisstjórninni að loknum fundi þeirra í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og dýralæknir, segir að myndin hafi vakið óhug hjá sér en efast um að þessi slæma meðferð sé viðhöfð alls staðar. „Ég held að þetta geti ekki verið svona, af því litla sem ég þekki til þessa,“ segir hann, en vill heldur ekki meta það hvort láta þurfi af starfseminni. „Þetta getur allavega ekki átt sér stað með þessum hætti og ég veit að Matvælastofnun hefur verið að auka eftirlit sitt á síðustu árum. Ég veit líka til þess, þar sem þetta er gert með öðrum hætti, að þar eru þessi vinnubrögð allt önnur.“ Aðspurð bendir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landbúnaðarráðuneytið í þessum málum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Það skiptir miklu máli að við tryggjum velferð dýra og þetta vekur sannarlega upp spurningar um hana.“ Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Matvælastofnun á að hafa yfirlit fyrir þetta og ég vænti þess að tekið verði á þessum háttum af fullri alvöru og sem skjótast,“ segir Kristján Þór. Heimildarmynd sem birt var í gær um blóðtöku mera hér á landi hefur vakið gríðarlega athygli, hér á landi og víða um heim, en í myndinni sjást bændur beita hryssurnar miklu og grófu ofbeldi. „Þetta er þeim til háborinnar skammar sem að þessu koma með þessum hætti sem myndin dregur fram,“ segir Kristján Þór. „Ég er ekki á þeim stað að við séum í stakk búin til að ákveða hvort við eigum að hætta þessu hér og nú. En það er augljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að það eru ákveðnir vankantar á þessu.“ Efast um að slæm meðferð sé viðhöfð alls staðar Fréttastofa náði tali af ríkisstjórninni að loknum fundi þeirra í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og dýralæknir, segir að myndin hafi vakið óhug hjá sér en efast um að þessi slæma meðferð sé viðhöfð alls staðar. „Ég held að þetta geti ekki verið svona, af því litla sem ég þekki til þessa,“ segir hann, en vill heldur ekki meta það hvort láta þurfi af starfseminni. „Þetta getur allavega ekki átt sér stað með þessum hætti og ég veit að Matvælastofnun hefur verið að auka eftirlit sitt á síðustu árum. Ég veit líka til þess, þar sem þetta er gert með öðrum hætti, að þar eru þessi vinnubrögð allt önnur.“ Aðspurð bendir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landbúnaðarráðuneytið í þessum málum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Það skiptir miklu máli að við tryggjum velferð dýra og þetta vekur sannarlega upp spurningar um hana.“
Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira