Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hörpu, sem hefur verið tendruð í litum transfánans í tilefni af minningardegi transfólks sem hefur látið lífið eða svipt sig lífi vegna fordóma, mismununar eða útskúfunar í samfélaginu.
Einnig kynnum við okkur mikinn uppgang í sölu óáfengra bjóra og hittum bruggmeistara segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval stuðli að þessum vinsældum.
Menntamálaráðuneytið er að semja um rúmlega tveggja milljarða króna nýbyggingu á lóð Menntaskólans í Reykjavík. Í millitíðinni er húsnæði svo knappt að kennt er í íþróttahúsinu og á kennarastofunni. Rætt verður við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í fréttatíma kvöldsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö: