Dortmund þurfti nauðsynlega á sigri að halda á heimavelli til þess að halda pressunni á Bayern Munchen en leikmenn Bayern misstigu sig í gær gegn Augsburg. Dortmund mætti Stuttgart á heimavelli í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst gulklæddum að komast yfir á 56. mínútu. Var þar á ferðinni Donyell Malen eftir undirbúning frá Raphael Guerrero.
Roberto Massimo jafnaði þó fljótlega fyrir Stuttgart og þannig stóðu leikar allt fram á 85. mínútu þegar að heimamaðurinn Marco Reus kom Dortmund yfir. 2-1 niðurstaðan og gríðarlega mikilvæg þrjú stig í hús. Nú hefur Bayern Munchen einungis eins stigs forystu á Dortmund. Bayern með 28 stig en Dortmund 27. Stuttgart situr í 16. sæti deildarinnar eftir tapið með 10 stig.
Bayer Leverkusen lyfti sér upp í fjórða sætið með 21 stig með fínum sigri á Bochum. Það var Amine Adli sem skoraði eina mark leiksins eftir stoðsendingu frá Jeremie Frimpong. Bockum er í 12. sætinu með stig.
Önnur úrslit í þýska boltanum:
Borussia Munchengladbach 4-0 Greuther Furth
Hoffenheim 2-0 RB Leipzig
Arminia Bielefeld 2-2 Wolfsburg