Fær bætur eftir að hafa stigið ofan í niðurfall Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 10:57 Niðurfallið sem konan steig ofan í var svokallaður grjótsvelgur en það eru rör sem fyllt eru með grjóti og ætlað er að leiða vatn. Á myndinni er hins vegar hefðbundið niðurfall - ekki grjótsvelgur. Getty Images Fyrirtækið Geymsla Eitt hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna líkamstjóns sem kona hlaut þegar hún steig með fót sinn ofan í opið niðurfall. Við slysið meiddist konan á vinstri öxl. Konan var að aðstoða dóttur sína fyrir utan geymslurými fyrirtækisins í Hafnarfirðinum, en mæðgurnar voru flytja hluti inn í geymslu. Þegar konan tók stóran kassa úr aftursæti bíls, steig hún afturábak og vinstri fótur konunnar lenti í ofan í opnu niðurfalli. Hún féll þá aftur fyrir sig og slasaðist á vinstri öxl. Fyrirtækið, Geymsla Eitt, bar fyrir sig að ekkert benti til þess að gengið hafi verið óforsvaranlega frá niðurfallinu. Þá hafi ekki verið sýnt fram á saknæma háttsemi eiganda fyrirtækisins. Eigandi fyrirtækisins taldi einnig að nægileg sönnun hafi ekki komið fram í málinu. Ríkar kröfur til eigenda fyrirtækja Landsréttur sagði ljóst af dómaframkvæmd Hæstaréttar að gera verði ríkar kröfur til þeirra sem eiga eða reka verslun eða þjónustuhúsnæði. Þannig þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja að almenningi stafi ekki hætta af húsnæðinu eða umhverfi þess. Samkvæmt því þurfi að meta athafnaleysi eiganda fyrirtækisins til sakar, með því að hafa ekki gengið betur frá niðurfallinu. Konunni voru dæmdar tæp tvær og hálf milljón í bætur en varanleg örorka hennar var metin tíu prósent. Eiganda fyrirtækisins, Geymslu Eitt, var einnig gert að greiða rúmar þrjár milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Konan var að aðstoða dóttur sína fyrir utan geymslurými fyrirtækisins í Hafnarfirðinum, en mæðgurnar voru flytja hluti inn í geymslu. Þegar konan tók stóran kassa úr aftursæti bíls, steig hún afturábak og vinstri fótur konunnar lenti í ofan í opnu niðurfalli. Hún féll þá aftur fyrir sig og slasaðist á vinstri öxl. Fyrirtækið, Geymsla Eitt, bar fyrir sig að ekkert benti til þess að gengið hafi verið óforsvaranlega frá niðurfallinu. Þá hafi ekki verið sýnt fram á saknæma háttsemi eiganda fyrirtækisins. Eigandi fyrirtækisins taldi einnig að nægileg sönnun hafi ekki komið fram í málinu. Ríkar kröfur til eigenda fyrirtækja Landsréttur sagði ljóst af dómaframkvæmd Hæstaréttar að gera verði ríkar kröfur til þeirra sem eiga eða reka verslun eða þjónustuhúsnæði. Þannig þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja að almenningi stafi ekki hætta af húsnæðinu eða umhverfi þess. Samkvæmt því þurfi að meta athafnaleysi eiganda fyrirtækisins til sakar, með því að hafa ekki gengið betur frá niðurfallinu. Konunni voru dæmdar tæp tvær og hálf milljón í bætur en varanleg örorka hennar var metin tíu prósent. Eiganda fyrirtækisins, Geymslu Eitt, var einnig gert að greiða rúmar þrjár milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira