Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 07:41 Útgöngubann fyrir þá sem ekki hafa fengið bólusetningu gegn kórónuveirunni tók gildi í Austurríki aðfaranótt mánudagsins síðasta. AP Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. Austurríska blaðið Krone segir frá því að kanslarinn Alexander Schallenberg muni tilkynna um þetta á blaðamannafundi innan skamms, en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verði hægt að framlengja aðgerðirnar um að hámarki tíu daga til viðbótar. Blaðið segir ennfremur að Schallenberg muni tilkynna að óbólusettir skulu áfram halda sig heima eftir að tuttugu dagarnir eru liðnir. Þá muni hann biðla til bólusettra í landinu að sýna samstöðu. Fyrr í mánuðinum var útgöngubanni komið á fyrir óbólusetta í Austurríki í tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi. Útgöngubannið hafði áhrif á um tvær milljónir manna en tæplega níu milljónir búa í Austurríki. Aðeins 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusett en hlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Uppfært 10:30: Alexander Schallenberg kanslari sagði á fréttamannafundi fyrir hádegi að frá 1. febrúar á næsta ári verði þess krafist að fólk verði búið að bólusetja sig. Erlendir fjölmiðlar segja að ekki sé ljóst hvernig framkvæmdinni verði háttað, en að vinna á þinginu hefist í næstu viku. Austurrískir fjölmiðlar segja hins vegar að fólk sem bólusetji sig ekki gæti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Austurríska blaðið Krone segir frá því að kanslarinn Alexander Schallenberg muni tilkynna um þetta á blaðamannafundi innan skamms, en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda verði hægt að framlengja aðgerðirnar um að hámarki tíu daga til viðbótar. Blaðið segir ennfremur að Schallenberg muni tilkynna að óbólusettir skulu áfram halda sig heima eftir að tuttugu dagarnir eru liðnir. Þá muni hann biðla til bólusettra í landinu að sýna samstöðu. Fyrr í mánuðinum var útgöngubanni komið á fyrir óbólusetta í Austurríki í tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi. Útgöngubannið hafði áhrif á um tvær milljónir manna en tæplega níu milljónir búa í Austurríki. Aðeins 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusett en hlutfallið er með því lægsta í Evrópu. Uppfært 10:30: Alexander Schallenberg kanslari sagði á fréttamannafundi fyrir hádegi að frá 1. febrúar á næsta ári verði þess krafist að fólk verði búið að bólusetja sig. Erlendir fjölmiðlar segja að ekki sé ljóst hvernig framkvæmdinni verði háttað, en að vinna á þinginu hefist í næstu viku. Austurrískir fjölmiðlar segja hins vegar að fólk sem bólusetji sig ekki gæti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14. nóvember 2021 14:44
Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59