Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Ragnar Nathanaelsson er í landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa að mestu setið á varamannabekknum hjá Stjörnunni í vetur. vísir/bára Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“ Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira
Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“
Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira