Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Ragnar Nathanaelsson er í landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa að mestu setið á varamannabekknum hjá Stjörnunni í vetur. vísir/bára Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“ Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“
Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira