Dagný var í byrjunarliði West Ham og spilaði allan leikinn að því virðist sem framherji í 5-3-2 leikkerfi liðsins. Eftir nokkuð jafnan leik framan varð Louise Quinn fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem kom West Ham yfir.
Skömmu síðar tvöfaldaði Claudia Walker forystuna og staðan 2-0 West Ham í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Lucy Parker kom West Ham í 3-0 á 74. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Katerina Svitkova fjórða mark gestanna og staðan orðin 4-0. Reyndust það lokatölur leiksins.
A convincing win in the #ContiCup! #BCIWHU (0-4) pic.twitter.com/FiO8HtX55J
— West Ham United Women (@westhamwomen) November 17, 2021
Victoria Losada kom Manchester City yfir snemma leiks gegn Man United en Ivana Fuso jafnaði metin fyrir Man Utd eftir hálftíma leik. Staðan var enn 1-1 í hálfleik.
Það var svo á 82. mínútu leiksins sem Ona Batlle skoraði sigurmark leiksins, staðan orðin 2-1 Man United í vil og það reyndust lokatölur leiksins.
The feeling when you score a Manchester derby winner! #MUWomen | #ContiCup pic.twitter.com/qoYFOGKnxR
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) November 17, 2021
María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man Utd og nældi sér í gult spjald á 82. mínútu.