Loksins í smá viðtali: Arnaldur Indriðason kveðst ekki nörd og gefur lítið fyrir hrakspár um íslenskuna Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 20:25 Arnaldur Indriðason tók í dag við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem blaðamenn ná tali af ástsælasta núlifandi rithöfundi þjóðarinnar, Arnaldi Indriðasyni. Í dag gaf maðurinn færi á sér enda nýjasti handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt þeim sem telst hafa unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Það hlýtur að gilda um Arnald, sem hefur skrifað á þriðja tug bóka, flestar glæpasögur og ófáar vel kunnar drjúgum hluta landsmanna. Fréttastofa spurði Arnald út í tungumálið, skáldskapinn og Erlend lögreglumann, sem margir eru farnir að sakna, í stuttu spjalli á Þjóðminjasafninu í dag. Arnaldur segist ekki vera íslenskunörd en tungumálið er þó auðvitað hans helsta verkfæri. Réttast auðvitað að beita því af sem mestri vandvirkni. Klippa: Draumurinn að skrifa eins og Jónas Við treystum á íslenskuna Á degi íslenskrar tungu er staða tungumálsins til umræðu og verða þar margir til þess að lýsa yfir áhyggjum. Enskan er sögð vera að taka yfir, snjalltækin allsráðandi og yngsta kynslóðin elst upp við gerbreyttar mállegar aðstæður. Þetta eru þættir sem bölsýnustu menn óttast að hljóti að leiða til þess um síðir að tungumálið verði tortímingu að bráð. Ekki réttur hugsunarháttur, að mati Arnalds: „Það er verið að tala um að íslenskan sé í mikilli hættu og að hún verði jafnvel ekki til eftir 100 ár. En ég held að hún eigi eftir að lifa allt.“ Þú vísar hrakspánum á bug? „Já, ég held að við verðum að gera það og við verðum að treysta á íslenskuna,“ segir Arnaldur. Jónasarmenn og Arnaldskonur Arnaldur segir mjög góða tilfinningu að fá verðlaun á borð við þessi, sérstaklega þar sem þau séu í nafni Jónasar Hallgrímssonar, sem Arnaldur segir óendanlega stærð í íslenskum bókmenntum. Arnaldur og Jónas, þjáningarbræður í skáldskapnum.Vísir/Vilhelm „Ég held að íslenska þjóðarsálin væri talsvert fátækari án hans og hans verka,“ segir Arnaldur. O g þú sem rithöfundur, vildirðu óska þess að þú gætir skrifað eins og maðurinn? „Eins og Jónas? Já, það er draumurinn. Ég held að það sé akkúrat það sem maður er alltaf að reyna,“ segir Arnaldur. Eins og Arnaldur er mikill Jónasarmaður, er Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er mikil Arnaldskona. Hún veitti Arnaldi verðlaunin í dag. „Ég hef lesið allar bækurnar hans, þannig að ég verð að segja að ég er alveg í skýjunum með þetta, líka vegna þess að hann einhvern veginn kemur glæpasögunni á framfæri. Það sem mér finnst svo frábært er að það eru svo margir sem lesa hann og það skiptir svo miklu máli, að við lesum, að við tölum og að við séum að hlusta á íslensku. Þannig lifir hún.“ Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu. 16. nóvember 2021 17:29 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt þeim sem telst hafa unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Það hlýtur að gilda um Arnald, sem hefur skrifað á þriðja tug bóka, flestar glæpasögur og ófáar vel kunnar drjúgum hluta landsmanna. Fréttastofa spurði Arnald út í tungumálið, skáldskapinn og Erlend lögreglumann, sem margir eru farnir að sakna, í stuttu spjalli á Þjóðminjasafninu í dag. Arnaldur segist ekki vera íslenskunörd en tungumálið er þó auðvitað hans helsta verkfæri. Réttast auðvitað að beita því af sem mestri vandvirkni. Klippa: Draumurinn að skrifa eins og Jónas Við treystum á íslenskuna Á degi íslenskrar tungu er staða tungumálsins til umræðu og verða þar margir til þess að lýsa yfir áhyggjum. Enskan er sögð vera að taka yfir, snjalltækin allsráðandi og yngsta kynslóðin elst upp við gerbreyttar mállegar aðstæður. Þetta eru þættir sem bölsýnustu menn óttast að hljóti að leiða til þess um síðir að tungumálið verði tortímingu að bráð. Ekki réttur hugsunarháttur, að mati Arnalds: „Það er verið að tala um að íslenskan sé í mikilli hættu og að hún verði jafnvel ekki til eftir 100 ár. En ég held að hún eigi eftir að lifa allt.“ Þú vísar hrakspánum á bug? „Já, ég held að við verðum að gera það og við verðum að treysta á íslenskuna,“ segir Arnaldur. Jónasarmenn og Arnaldskonur Arnaldur segir mjög góða tilfinningu að fá verðlaun á borð við þessi, sérstaklega þar sem þau séu í nafni Jónasar Hallgrímssonar, sem Arnaldur segir óendanlega stærð í íslenskum bókmenntum. Arnaldur og Jónas, þjáningarbræður í skáldskapnum.Vísir/Vilhelm „Ég held að íslenska þjóðarsálin væri talsvert fátækari án hans og hans verka,“ segir Arnaldur. O g þú sem rithöfundur, vildirðu óska þess að þú gætir skrifað eins og maðurinn? „Eins og Jónas? Já, það er draumurinn. Ég held að það sé akkúrat það sem maður er alltaf að reyna,“ segir Arnaldur. Eins og Arnaldur er mikill Jónasarmaður, er Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er mikil Arnaldskona. Hún veitti Arnaldi verðlaunin í dag. „Ég hef lesið allar bækurnar hans, þannig að ég verð að segja að ég er alveg í skýjunum með þetta, líka vegna þess að hann einhvern veginn kemur glæpasögunni á framfæri. Það sem mér finnst svo frábært er að það eru svo margir sem lesa hann og það skiptir svo miklu máli, að við lesum, að við tölum og að við séum að hlusta á íslensku. Þannig lifir hún.“
Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu. 16. nóvember 2021 17:29 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu. 16. nóvember 2021 17:29