Handboltaævintýrið á Ísafirði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 10:01 Kátir Harðarmenn eftir sigurinn á ÍR-ingum. hörður Ísafjörður hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að vera einn af höfuðstöðum handboltans á Íslandi. En það gæti verið að breytast. Á toppi Grill 66 deildar karla situr Hörður frá Ísafirði með fullt hús stiga. Á laugardaginn gerðu Harðarmenn góða ferð í Austurbergið og unnu þar ÍR-inga í miklum markaleik, 36-37. Nokkrir eftirmálar urðu að leiknum en allir skildu sáttir að lokum án þess að frekar verði farið út í þá sálma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá Herði á síðustu árum. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar. Þeir fengu hins vegar boð um að taka sæti í Grill 66 deildinni og þáðu það. Á síðasta tímabili enduðu Harðarmenn í 8. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en fóru í umspil um sæti í Olís-deildinni. Þar vegldu þeir Víkingum, sem enduðu í 2. sæti deildarinnar og unnu sextán af átján leikjum sínum, verulega undir uggum. Víkingur vann að lokum í oddaleik en Hörður var búinn að koma sér á handboltakortið. Ísfirðingar nýttu sér meðbyrinn og fengu til sín fjóra sterka leikmenn í sumar; spænsku skyttuna Mikel Amilibia Arrista, ungverska horna- og miðjumanninn Levente Morvai og hina japönsku Sigeru Hikawa og Kenya Kasahara. Sá síðastnefndi mætti galvaskur til leiks til Ísafjarðar eftir að hafa spilað með japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ólympíufarinn Kenya Kasahara.getty/Dean Mouhtaropoulos Kasahara er reyndur kappi og lykilmaður í japanska landsliðinu sem hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum undir stjórn Dags Sigurðssonar. Arrista lék á sínum tíma fjölda leikja fyrir yngri landslið Spánar og Morvai þótti mikið efni. Ísfirðingar voru því ekki að kaupa köttinn í sekknum fyrir tímabilið. Fyrir hjá Herði voru þrír Lettar, Roland Lebedevs, Endijs Kusners og Guntis Pilpuks, og Argentínumaðurinn Tadeo Ulises Salduna. Til viðbótar við þessa erlendu leikmenn er lið Harðar byggt upp á heimastrákum eins og Jóni Ómari Gíslasyni, Þráni Ágústi Arnaldssyni, Daníel Wale Adeleye, Antoni Frey Traustasyni, Axel Sveinssyni, Ásgeiri Óla Kristjánssyni, Stefáni Frey Jónssyni og unglingalandsliðsmanninum Sudario Eidi Carneiro. Fyrirliði Harðar er Óli Björn Vilhjálmsson sem hefur spilað lengi fyrir vestan. Einn af lykilmönnunum í uppgangi Harðar er þjálfarinn Carlos Martin Santos en það urðu vatnaskil þegar hann var ráðinn til félagsins fyrir tveimur árum. Mikil ánægja er með störf Spánverjans fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfarar hann alla yngri flokka félagsins. Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, ásamt Gunnari Inga Hákonarsyni.hörður Harðarmenn hafa einnig bætt í umgjörðina í kringum liðið, ráðið til sín styrktarþjálfara og fjárfest í tveimur litlum rútum sem félagið ferðast í útileikina. Mikið er um ferðalög hjá Harðarmönnum enda eru öll liðin í Grill 66 deildinni fyrir utan þá, ungmennalið Selfyssinga og Þórsara stödd á höfuðborgarsvæðinu. Handboltaáhuginn hefur aukist fyrir vestan og iðkendur í yngri flokkum Harðar eru um áttatíu talsins og forráðamenn félagsins stefna á að fjölga þeim. Sem fyrr sagði hefur Hörður unnið alla fimm leiki sína í Grill 66 deildinni og markmiðið er skýrt, að Ísafjörður eignist lið í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn. Og miðað við byrjunina á tímabilinu er margt ólíklegra en að það gerist. Íslenski handboltinn Ísafjarðarbær Hörður Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Á toppi Grill 66 deildar karla situr Hörður frá Ísafirði með fullt hús stiga. Á laugardaginn gerðu Harðarmenn góða ferð í Austurbergið og unnu þar ÍR-inga í miklum markaleik, 36-37. Nokkrir eftirmálar urðu að leiknum en allir skildu sáttir að lokum án þess að frekar verði farið út í þá sálma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá Herði á síðustu árum. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar. Þeir fengu hins vegar boð um að taka sæti í Grill 66 deildinni og þáðu það. Á síðasta tímabili enduðu Harðarmenn í 8. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en fóru í umspil um sæti í Olís-deildinni. Þar vegldu þeir Víkingum, sem enduðu í 2. sæti deildarinnar og unnu sextán af átján leikjum sínum, verulega undir uggum. Víkingur vann að lokum í oddaleik en Hörður var búinn að koma sér á handboltakortið. Ísfirðingar nýttu sér meðbyrinn og fengu til sín fjóra sterka leikmenn í sumar; spænsku skyttuna Mikel Amilibia Arrista, ungverska horna- og miðjumanninn Levente Morvai og hina japönsku Sigeru Hikawa og Kenya Kasahara. Sá síðastnefndi mætti galvaskur til leiks til Ísafjarðar eftir að hafa spilað með japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ólympíufarinn Kenya Kasahara.getty/Dean Mouhtaropoulos Kasahara er reyndur kappi og lykilmaður í japanska landsliðinu sem hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum undir stjórn Dags Sigurðssonar. Arrista lék á sínum tíma fjölda leikja fyrir yngri landslið Spánar og Morvai þótti mikið efni. Ísfirðingar voru því ekki að kaupa köttinn í sekknum fyrir tímabilið. Fyrir hjá Herði voru þrír Lettar, Roland Lebedevs, Endijs Kusners og Guntis Pilpuks, og Argentínumaðurinn Tadeo Ulises Salduna. Til viðbótar við þessa erlendu leikmenn er lið Harðar byggt upp á heimastrákum eins og Jóni Ómari Gíslasyni, Þráni Ágústi Arnaldssyni, Daníel Wale Adeleye, Antoni Frey Traustasyni, Axel Sveinssyni, Ásgeiri Óla Kristjánssyni, Stefáni Frey Jónssyni og unglingalandsliðsmanninum Sudario Eidi Carneiro. Fyrirliði Harðar er Óli Björn Vilhjálmsson sem hefur spilað lengi fyrir vestan. Einn af lykilmönnunum í uppgangi Harðar er þjálfarinn Carlos Martin Santos en það urðu vatnaskil þegar hann var ráðinn til félagsins fyrir tveimur árum. Mikil ánægja er með störf Spánverjans fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfarar hann alla yngri flokka félagsins. Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, ásamt Gunnari Inga Hákonarsyni.hörður Harðarmenn hafa einnig bætt í umgjörðina í kringum liðið, ráðið til sín styrktarþjálfara og fjárfest í tveimur litlum rútum sem félagið ferðast í útileikina. Mikið er um ferðalög hjá Harðarmönnum enda eru öll liðin í Grill 66 deildinni fyrir utan þá, ungmennalið Selfyssinga og Þórsara stödd á höfuðborgarsvæðinu. Handboltaáhuginn hefur aukist fyrir vestan og iðkendur í yngri flokkum Harðar eru um áttatíu talsins og forráðamenn félagsins stefna á að fjölga þeim. Sem fyrr sagði hefur Hörður unnið alla fimm leiki sína í Grill 66 deildinni og markmiðið er skýrt, að Ísafjörður eignist lið í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn. Og miðað við byrjunina á tímabilinu er margt ólíklegra en að það gerist.
Íslenski handboltinn Ísafjarðarbær Hörður Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira