Tesla stefnt vegna markaðsmisnotkunartilburða Musk Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 09:25 Elon Musk var gert að stíga til hliðar sem sem stjórnarformaður Tesla eftir að hann sendi frá sér tíst með vangaveltum um að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tístin ollu töluverðum sveiflum á hlutabréfaverði. Vísir/EPA Fjárfestingabankinn JP Morgan stefndi rafbílaframleiðandandum Tesla fyrir samningsbrot og krafðist rúmra 162 milljóna dollara í gær. Deilurnar snúast um kaupréttarsamning á hlutabréfum sem Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, olli miklum verðsveiflum á árið 2018. Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC. Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018. Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka. Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna. JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það. Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt. Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters. Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC. Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018. Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka. Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna. JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það. Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt. Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters.
Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38