Heimsókn Barnaheilla til Lýðstjórnar- lýðveldisins Kongó Heimsljós 15. nóvember 2021 10:18 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa staðið fyrir mannúðarverkefni í Suður-Kívu í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó undanfarið ár. ,,Það var virkilega lærdómsríkt að fá að heimsækja heilsugæslur á vegum Save the Children og það flotta starf sem þar er unnið. Við heimsóttum meðal annars neyðarmóttöku fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en þar fá börnin mjög gott utanumhald. Þau fá viðeigandi lyf eins og sýklalyf til þess að koma í veg fyrir ýmsar sýkingar. Einnig fá stúlkur neyðarpilluna. Börnin hitta svo sálfræðing í kjölfarið og fá sálfræðiaðstoð og eftirfylgni næstu sex mánuðina. Einnig er lögfræðingur innan handar sem hjálpar börnunum að kæra ofbeldið og fara með málið fyrir dómstól. Þetta er virkilega flott starf sem þarna er unnið,” segir Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa staðið fyrir mannúðarverkefni í Suður-Kívu í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó undanfarið ár. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Er það meðal annars gert með stuðningi við svokölluð barnvæn svæði. Í síðasta mánuði fór starfsfólk Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til Kinshasa höfuðborgar Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla, Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna og kynningarmála og Þóra Björnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að eiga tæknilegt samtal við starfsfólk sem vinnur að framkvæmd verkefnis Barnaheilla í Suður-Kívu sem og annað starfsfólk Barnaheilla í Kongó sem vinnur að því að koma í veg fyrir og bregðast við kynbundnu ofbeldi. Verkefni Barnaheilla – Save the Children í höfuðborginni voru skoðuð og fékk starfsfólk Barnaheilla innsýn inn í það góða starf sem unnið er þar, auk þess sem starfsfólk Barnaheilla tók þátt í þjálfun á viðbrögðum við kynferðisofbeldi á vegum Barnaheilla – Save the Children í Kongó. Frá heimsókninni er nánar greint á vef Heimsljóss. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent
,,Það var virkilega lærdómsríkt að fá að heimsækja heilsugæslur á vegum Save the Children og það flotta starf sem þar er unnið. Við heimsóttum meðal annars neyðarmóttöku fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en þar fá börnin mjög gott utanumhald. Þau fá viðeigandi lyf eins og sýklalyf til þess að koma í veg fyrir ýmsar sýkingar. Einnig fá stúlkur neyðarpilluna. Börnin hitta svo sálfræðing í kjölfarið og fá sálfræðiaðstoð og eftirfylgni næstu sex mánuðina. Einnig er lögfræðingur innan handar sem hjálpar börnunum að kæra ofbeldið og fara með málið fyrir dómstól. Þetta er virkilega flott starf sem þarna er unnið,” segir Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa staðið fyrir mannúðarverkefni í Suður-Kívu í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó undanfarið ár. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Er það meðal annars gert með stuðningi við svokölluð barnvæn svæði. Í síðasta mánuði fór starfsfólk Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til Kinshasa höfuðborgar Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla, Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna og kynningarmála og Þóra Björnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að eiga tæknilegt samtal við starfsfólk sem vinnur að framkvæmd verkefnis Barnaheilla í Suður-Kívu sem og annað starfsfólk Barnaheilla í Kongó sem vinnur að því að koma í veg fyrir og bregðast við kynbundnu ofbeldi. Verkefni Barnaheilla – Save the Children í höfuðborginni voru skoðuð og fékk starfsfólk Barnaheilla innsýn inn í það góða starf sem unnið er þar, auk þess sem starfsfólk Barnaheilla tók þátt í þjálfun á viðbrögðum við kynferðisofbeldi á vegum Barnaheilla – Save the Children í Kongó. Frá heimsókninni er nánar greint á vef Heimsljóss. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent