Tryggingagjaldið er barn síns tíma! Bergvin Eyþórsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun