Handbolti

Elvar Örn hefði betur gegn Viggó | Bjarki Már marka­hæstur í sigri Lem­go

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Örn Jónsson átti flottan leik í dag.
Elvar Örn Jónsson átti flottan leik í dag. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Elvar Örn Jónsson hafði betur gegn Viggó Kristjánssyni er lið þeirra Melsungen og Stuttgart mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Bjarki Már Elísson var að venju markahæstur er Lemgo lagði Lübbecke.

Melsungen vann sex marka sigur á Stuttgart þar sem Elvar Örn fór mikinn, lokatölur 29-23. Elvar Örn skoraði fimm mörk í liði Melsungen ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. Enginn leikmaður Melsungen kom að fleiri mörkum.

Viggó Kristjánsson var frábær í liði Stuttgart í dag en það dugði skammt.Tom Weller/Getty

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark í liði Melsungen og Alexander Petersson gaf tvær stoðsendingar. Hjá Stuttgart var Viggó markahæstur með sjö mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar.

Lemgo vann tveggja marka útisigur á Lübbecke, lokatölur 28-26 gestunum í vil. Bjarki Már var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk.

Lemgo er nú í 6. sæti með 12 stig, Melsungen í 8. sæti með 10 stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×