Reikna með að skuldaviðmið fari undir 100 prósent í fyrsta sinn í áratugi Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 15:21 Yfirvöld í Hafnarfirði reikna með umtalsverðri fólksfjölgun á næstu árum. Vísir/Vilhelm Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta Hafnarfjarðarbæjar nemur 842 milljónum króna á árinu 2022. Þá gerir áætlun ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 1,1 milljarð króna og afkoma A-hluta jákvæð um 106 milljónir króna. Skuldaviðmið er áætlað um 97% í árslok 2022 en ef það gengur eftir verður það komið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta standi óbreytt í 14,48% og að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að undanfarin misseri hafi verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar. Samtímis hafi verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða muni til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Sér bærinn fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022. Ætla að fjárfesta fyrir fimm milljarða „Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu. Reikna megi með umtalsverðri íbúafjölgun á næstu árum en áætlanir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.500 til 2.000 á ári á næstu fjórum árum. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins.“ Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan viðbúinna verðlagshækkana. Þá á lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði að lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Bærinn áætlar að kaupa félagslegar íbúðir fyrir um 500 milljónir króna. Hafnarfjörður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Skuldaviðmið er áætlað um 97% í árslok 2022 en ef það gengur eftir verður það komið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta standi óbreytt í 14,48% og að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að undanfarin misseri hafi verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar. Samtímis hafi verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða muni til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Sér bærinn fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022. Ætla að fjárfesta fyrir fimm milljarða „Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu. Reikna megi með umtalsverðri íbúafjölgun á næstu árum en áætlanir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.500 til 2.000 á ári á næstu fjórum árum. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins.“ Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan viðbúinna verðlagshækkana. Þá á lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði að lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Bærinn áætlar að kaupa félagslegar íbúðir fyrir um 500 milljónir króna.
Hafnarfjörður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira