Segjast hafa reynt að ná sáttum en án árangurs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 15:20 Málið verður dómtekið fyrir héraðsdómi eftir tvær vikur. Lögmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að samtökin hafi reynt að ná sáttum við starfsmann sem lagði fram kvörtun á hendur yfirmönnum sínum vegna eineltis - en án árangurs. Félagið telji sig hafa gert upp við starfsmanninn með sanngirni og réttum hætti. Starfsmaðurinn krefst þess að félagið greiði honum sjötíu og fimm milljónir króna. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, hafi lagt fram kvörtun vegna eineltis yfirmanna sinna. Maðurinn lýsti ítrekuðum svívirðingum á hendur sér og sagði yfirmenn sína hafa sýnt af sér ógnandi tilburði og lýsti því hvernig hann hafi stundum nánast lamast af hræðslu. Maðurinn hefur stefnt SSF þar sem hann krefst þess að félagið greiði sér 75 milljónir króna; tæplega 56 milljónir fyrir ógreitt orlof, ógreidda yfirvinnu og kostnað vegna lögmannskostnaðar, ellefu milljónir í skaðabætur og átta milljónir í miskabætur. Lögmaður mannsins sagði í samtali við fréttastofu að eineltið hafi um tíma breyst í ofbeldi og að nú sé maðurinn óvinnufær og sé með vottorð bæði frá lækni og sálfræðingi þess efnis. SSF vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, segir í samtali við fréttastofu að reynt hafi verið að ná sáttum við starfsmanninn. Það hafi hins vegar ekki borið árangur. Þá telji félagið sig hafa gert upp við hann, bæði með sanngirni og réttum hætti, en að öðru leyti verði að leysa málið fyrir dómstólum. Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins, segir málið svipa til Eflingarmálsins. „Þetta mál er að vissu leyti líkt Eflingarmálinu þar sem það eru starfsmenn sem kvarta yfir slæmum vinnuaðstæðum og leita úrlausna á því og fara í rauninni réttar boðleiðir, munurinn hins vegar er sá að í því tilfelli þá axlaði formaðurinn ábyrgð og sagði af sér en í tilviki umbjóðanda míns var honum sagt upp störfum í miðju veikindaleyfi,“ segir Höskuldur. Aðalmeðferð í málinu fer fram eftir tvær vikur. Vinnumarkaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, hafi lagt fram kvörtun vegna eineltis yfirmanna sinna. Maðurinn lýsti ítrekuðum svívirðingum á hendur sér og sagði yfirmenn sína hafa sýnt af sér ógnandi tilburði og lýsti því hvernig hann hafi stundum nánast lamast af hræðslu. Maðurinn hefur stefnt SSF þar sem hann krefst þess að félagið greiði sér 75 milljónir króna; tæplega 56 milljónir fyrir ógreitt orlof, ógreidda yfirvinnu og kostnað vegna lögmannskostnaðar, ellefu milljónir í skaðabætur og átta milljónir í miskabætur. Lögmaður mannsins sagði í samtali við fréttastofu að eineltið hafi um tíma breyst í ofbeldi og að nú sé maðurinn óvinnufær og sé með vottorð bæði frá lækni og sálfræðingi þess efnis. SSF vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, segir í samtali við fréttastofu að reynt hafi verið að ná sáttum við starfsmanninn. Það hafi hins vegar ekki borið árangur. Þá telji félagið sig hafa gert upp við hann, bæði með sanngirni og réttum hætti, en að öðru leyti verði að leysa málið fyrir dómstólum. Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins, segir málið svipa til Eflingarmálsins. „Þetta mál er að vissu leyti líkt Eflingarmálinu þar sem það eru starfsmenn sem kvarta yfir slæmum vinnuaðstæðum og leita úrlausna á því og fara í rauninni réttar boðleiðir, munurinn hins vegar er sá að í því tilfelli þá axlaði formaðurinn ábyrgð og sagði af sér en í tilviki umbjóðanda míns var honum sagt upp störfum í miðju veikindaleyfi,“ segir Höskuldur. Aðalmeðferð í málinu fer fram eftir tvær vikur.
Vinnumarkaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent