Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:27 Starfsmanni stéttarfélags var nýverið vikið frá störfum eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Hann segist stundum hafa verið lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða þeirra og er í dag óvinnufær. Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta. Vinnumarkaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta.
Vinnumarkaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira