Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum FH, en ásamt Sigurbirni hefur Belginn Robin Adriaenssen verið ráðinn sem styrktarþjálfari liðsins. Þá framlengdi Fjalar Þorgeirsson samningi sínum, en hann mun áfram leiða þróun markvarða meistaraflokks karla.
Sigurbjörn var þjálfari Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðasta ári, en hann hafði áður verið aðstöðarþjálfari Vals á árunum 2014 til 2019.
Hann þekkir því vel til Óla Jó, þjálfara FH, en saman urðu þeir Íslandsmeistarar í tvígang árin 2017 og 2018, auk þess að vinna til tveggja bikarmeistaratitla árin 2015 og 2016.