Bókmenntafrömuður sakaður um kynferðisbrot gegn barni Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2021 10:21 Kristinn E. Andrésson er einn áhrifamesti bókmenntafrömuður Íslands á síðustu öld. Við sjáum hann nú öðrum augum en áður. skjáskot/alþingi Kristinn E. Andrésson (1901-1973), alþingismaður og einn helsti bókmenntafrömuður landsins er sakaður um að hafa áreitt með grófum hætti níu ára stúlku. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu en þar lýsir Guðný Bjarnadóttir læknir því hvernig Kristinn veittist að henni á heimili hans og Þóru Vigfúsdóttur eiginkonu hans. Svo gripið sé niður í greinina sem er undir yfirskriftinni „Að skila skömm 60 árum síðar“. Guðrún var þá níu ára gömul komin á heimilið til að lesa Sálminn um blómið eftir Þórberg Þórðarson en Kristinn og Þóra voru vinafólk foreldra hennar: „Þegar ég var búin að koma mér fyrir í stóra sófanum í fínu stofunni hjá Kristni og Þóru lét Þóra sig hverfa fram en Kristinn varð eftir í stofunni. Áður en ég vissi af færði hann sig að mér, tók bókina af mér og lét mig standa upp þétt að sér. Hann þuklaði mig alla og rak tunguna upp í munninn á mér. Þetta ætlaði engan enda að taka. Hann hélt áfram drykklanga stund, stundi þungan, talaði um hve falleg augu ég væri með og nuddaði bringuna og klofið á mér. Þegar hann loks sleppti mér fór ég fram þar sem ég sá að Þóra var að skipta á rúmum og ég sagðist þurfa að fara heim. Þá kom ekkert annað til greina en að Kristinn æki mér heim og undan því komst ég ekki. Á leiðinni stöðvaði Kristinn bílinn á Sogaveginum, andaði þungt, ótt og títt og spurði hvort ég vildi koma með sér upp í Heiðmörk. Þótt ég væri hrædd gat ég stunið því upp að ég vildi fara heim og þannig slapp ég í það skiptið.“ Áhrifamikill bókmenntafrömuður Guðný lýsir því að hún hafi ávallt skammast sín fyrir atvikið, og borið það með sér í hljóði. Hún sagði til að mynda aldrei foreldrum sínum af þessu. „Ég ákvað að þau fengju að deyja án þess að heyra þetta.“ Í nokkur skipti hitti hún Kristin og stafaði þá vitaskuld ógn af honum. Og eitt sinn sat hann fyrir barninu að heimili hennar og viðhafði svipað athæfi. Kristinn sat á Alþingi fyrir Suður-Þingeyinga 1942-1946, starfaði sem kennari við Alþýðuskólann á Hvítárbakka, við Kvennaskólann og Iðnskólann. En fyrst og fremst er hans minnst fyrir að hafa verið einn helsti áhrifamaður í bókmenntum á Íslandi um langt skeið. Grein Guðnýjar um kynferðislega áreitni Kristins.skjáskot Hann var framkvæmdastjóri Heimskringlu frá stofnun hennar 1934 og bókmenntafélagsins Máls og menningar frá stofnun þess eða frá 1937 til 1971. Þá voru bókmenntir snar þáttur í pólitískum átökum og hefur komið fram að húsakynni Máls og menningar við Laugaveg hafi verið byggð með fulltingi frá Sovétska kommúnistaflokknum. Nýlega kom út bók um þau hjón, Kristin og Þóru. Lítum Kristin öðrum augum „Ef ég væri spurð myndi ég segja að Kristni hafi verið alveg sama um þjáningar allra þeirra milljóna sem týndu lífi í Gúlaginu, svo lengi sem hann fengi sínar rúblur,“ segir Guðný í áhrifaríkri grein sinni. Nýlega kom út bók sem fjallar um þau hjónin Kristin og Þóru, en hún heitir Rauðir þræðir og segist Guðný ætíð verða fyrir óþægindum þegar hana ber fyrir sjónir. „Þetta var hugsjónafólk sem helgaði líf sitt félags- og upplýsingastarfi fyrir kommúnisma og tók þátt í að stofna mörg af helstu menningarfyrirtækjum íslenskra kommúnista og sósíalista,“ sagði Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ nýlega í viðtali við Fréttablaðið. Þessi frásögn er áfall fyrir bókmenntaheiminn og útgáfuna, svo áhrifaríkur var Kristinn. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður lýsir því á Facebooksíðu sinni, segir Guðnýju greina frá því „af aðdáunarverðu hugrekki hvernig Kristinn E. Andrésson níddist á henni þegar hún var níu ára gömul og hvernig hún hefur burðast með þessa sögu gegnum lífið. Nú er skömmin komin á sinn stað. Þó að Kristinn sé löngu fallinn af stalli sínum sem áhrifamaður í bókmenntunum þá er þessi saga þess eðlis að við horfum á manninn allt öðrum augum en áður.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu en þar lýsir Guðný Bjarnadóttir læknir því hvernig Kristinn veittist að henni á heimili hans og Þóru Vigfúsdóttur eiginkonu hans. Svo gripið sé niður í greinina sem er undir yfirskriftinni „Að skila skömm 60 árum síðar“. Guðrún var þá níu ára gömul komin á heimilið til að lesa Sálminn um blómið eftir Þórberg Þórðarson en Kristinn og Þóra voru vinafólk foreldra hennar: „Þegar ég var búin að koma mér fyrir í stóra sófanum í fínu stofunni hjá Kristni og Þóru lét Þóra sig hverfa fram en Kristinn varð eftir í stofunni. Áður en ég vissi af færði hann sig að mér, tók bókina af mér og lét mig standa upp þétt að sér. Hann þuklaði mig alla og rak tunguna upp í munninn á mér. Þetta ætlaði engan enda að taka. Hann hélt áfram drykklanga stund, stundi þungan, talaði um hve falleg augu ég væri með og nuddaði bringuna og klofið á mér. Þegar hann loks sleppti mér fór ég fram þar sem ég sá að Þóra var að skipta á rúmum og ég sagðist þurfa að fara heim. Þá kom ekkert annað til greina en að Kristinn æki mér heim og undan því komst ég ekki. Á leiðinni stöðvaði Kristinn bílinn á Sogaveginum, andaði þungt, ótt og títt og spurði hvort ég vildi koma með sér upp í Heiðmörk. Þótt ég væri hrædd gat ég stunið því upp að ég vildi fara heim og þannig slapp ég í það skiptið.“ Áhrifamikill bókmenntafrömuður Guðný lýsir því að hún hafi ávallt skammast sín fyrir atvikið, og borið það með sér í hljóði. Hún sagði til að mynda aldrei foreldrum sínum af þessu. „Ég ákvað að þau fengju að deyja án þess að heyra þetta.“ Í nokkur skipti hitti hún Kristin og stafaði þá vitaskuld ógn af honum. Og eitt sinn sat hann fyrir barninu að heimili hennar og viðhafði svipað athæfi. Kristinn sat á Alþingi fyrir Suður-Þingeyinga 1942-1946, starfaði sem kennari við Alþýðuskólann á Hvítárbakka, við Kvennaskólann og Iðnskólann. En fyrst og fremst er hans minnst fyrir að hafa verið einn helsti áhrifamaður í bókmenntum á Íslandi um langt skeið. Grein Guðnýjar um kynferðislega áreitni Kristins.skjáskot Hann var framkvæmdastjóri Heimskringlu frá stofnun hennar 1934 og bókmenntafélagsins Máls og menningar frá stofnun þess eða frá 1937 til 1971. Þá voru bókmenntir snar þáttur í pólitískum átökum og hefur komið fram að húsakynni Máls og menningar við Laugaveg hafi verið byggð með fulltingi frá Sovétska kommúnistaflokknum. Nýlega kom út bók um þau hjón, Kristin og Þóru. Lítum Kristin öðrum augum „Ef ég væri spurð myndi ég segja að Kristni hafi verið alveg sama um þjáningar allra þeirra milljóna sem týndu lífi í Gúlaginu, svo lengi sem hann fengi sínar rúblur,“ segir Guðný í áhrifaríkri grein sinni. Nýlega kom út bók sem fjallar um þau hjónin Kristin og Þóru, en hún heitir Rauðir þræðir og segist Guðný ætíð verða fyrir óþægindum þegar hana ber fyrir sjónir. „Þetta var hugsjónafólk sem helgaði líf sitt félags- og upplýsingastarfi fyrir kommúnisma og tók þátt í að stofna mörg af helstu menningarfyrirtækjum íslenskra kommúnista og sósíalista,“ sagði Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ nýlega í viðtali við Fréttablaðið. Þessi frásögn er áfall fyrir bókmenntaheiminn og útgáfuna, svo áhrifaríkur var Kristinn. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður lýsir því á Facebooksíðu sinni, segir Guðnýju greina frá því „af aðdáunarverðu hugrekki hvernig Kristinn E. Andrésson níddist á henni þegar hún var níu ára gömul og hvernig hún hefur burðast með þessa sögu gegnum lífið. Nú er skömmin komin á sinn stað. Þó að Kristinn sé löngu fallinn af stalli sínum sem áhrifamaður í bókmenntunum þá er þessi saga þess eðlis að við horfum á manninn allt öðrum augum en áður.“
„Þegar ég var búin að koma mér fyrir í stóra sófanum í fínu stofunni hjá Kristni og Þóru lét Þóra sig hverfa fram en Kristinn varð eftir í stofunni. Áður en ég vissi af færði hann sig að mér, tók bókina af mér og lét mig standa upp þétt að sér. Hann þuklaði mig alla og rak tunguna upp í munninn á mér. Þetta ætlaði engan enda að taka. Hann hélt áfram drykklanga stund, stundi þungan, talaði um hve falleg augu ég væri með og nuddaði bringuna og klofið á mér. Þegar hann loks sleppti mér fór ég fram þar sem ég sá að Þóra var að skipta á rúmum og ég sagðist þurfa að fara heim. Þá kom ekkert annað til greina en að Kristinn æki mér heim og undan því komst ég ekki. Á leiðinni stöðvaði Kristinn bílinn á Sogaveginum, andaði þungt, ótt og títt og spurði hvort ég vildi koma með sér upp í Heiðmörk. Þótt ég væri hrædd gat ég stunið því upp að ég vildi fara heim og þannig slapp ég í það skiptið.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent