Hefur ekki trú á því að lausagöngubannið verði að veruleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 22:33 Ef bannið nær endanlega fram að ganga mun þessi kettlingur ekki fá að ferðast frjáls um götur Akureyrarbæjar frá og með 2025. Vísir Ragnheiður Gunnarsdóttir, forstöðukona Kisukots á Akureyri, hefur ekki mikla trú á því að fyrirhugað bann við lausagöngukatta innan bæjarfélagsins verði að veruleika. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum á dögunum að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Miklar umræður hafa skapast um málið og eru skiptar skoðanir á því hvort að bannið eigi rétt á sér eða ekki. Ein af þeim sem telur að bannið sé misráðið er Ragnheiður, sem um árabil hefur séð um Kisukot, athvarf fyrir ketti á Akureyri. Hún telur að nær hefði verið að framfylgja betur þeim reglum sem þegar eru í gildi. „Ég er allavega ekki sátt við þetta. Það voru eða eru ágætis reglur í bænum um kattahald sem hefur mjög lítið eða eiginlega ekkert verið fylgt eftir, til dæmis að loka ketti inn á varptíma og fleira svona sem hefði verið hægt að fara eftir. Gera það frekar heldur en að herða þetta,“ sagði Ragnheiður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ragnheiður hélt á nokkra vikna kettlingi í viðtalinu, en bannið mun að öllum líkindum ná til hans eftir rúm þrjú ár. „Svona eins og staðan er núna er honum örugglega sama, en kannski þegar hann verður eldra þá er spurning hvað honum finnst. Það eru ekkert allar kisur sem verða sáttar við að verða lokaðar inni því miður.“ Hvernig brýst það út? „Ýmiskonar hegðunarvandamál, þeir geta farið að pissa inni, þetta getur valdið streitu, þvagfærasýkingum. Dýralæknar hafa einmitt nefnt þetta. Þetta kom fram í ályktun frá Dýralæknafélaginu. Það eru alls konar vandamál sem geta komið upp, offita katta líka.“ Segir Ragnheiður að í ljósi þess að lítið hafi verið gert til að framfylgja núgildandi reglum um kattahald í bænum eigi hún erfitt að sjá hvernig bærinn ætli að framfylgja hertum reglum. „Ég býst við að þeir myndu þurfa að ráða til fólk til þess því að þetta er svolítið mikil vinna. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að því, en ég held að það þurfi nokkrar manneskjur til þess að sjá um að veita þá ketti sem verða lausir í bænum,“ segir Ragnheiður. Aðspurð um hvort að hún hefði trú á því að bannið muni í raun og veru taka gildi var svarið einfalt. „Nei.“ Akureyri Dýr Stjórnsýsla Kettir Tengdar fréttir Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum á dögunum að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Miklar umræður hafa skapast um málið og eru skiptar skoðanir á því hvort að bannið eigi rétt á sér eða ekki. Ein af þeim sem telur að bannið sé misráðið er Ragnheiður, sem um árabil hefur séð um Kisukot, athvarf fyrir ketti á Akureyri. Hún telur að nær hefði verið að framfylgja betur þeim reglum sem þegar eru í gildi. „Ég er allavega ekki sátt við þetta. Það voru eða eru ágætis reglur í bænum um kattahald sem hefur mjög lítið eða eiginlega ekkert verið fylgt eftir, til dæmis að loka ketti inn á varptíma og fleira svona sem hefði verið hægt að fara eftir. Gera það frekar heldur en að herða þetta,“ sagði Ragnheiður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ragnheiður hélt á nokkra vikna kettlingi í viðtalinu, en bannið mun að öllum líkindum ná til hans eftir rúm þrjú ár. „Svona eins og staðan er núna er honum örugglega sama, en kannski þegar hann verður eldra þá er spurning hvað honum finnst. Það eru ekkert allar kisur sem verða sáttar við að verða lokaðar inni því miður.“ Hvernig brýst það út? „Ýmiskonar hegðunarvandamál, þeir geta farið að pissa inni, þetta getur valdið streitu, þvagfærasýkingum. Dýralæknar hafa einmitt nefnt þetta. Þetta kom fram í ályktun frá Dýralæknafélaginu. Það eru alls konar vandamál sem geta komið upp, offita katta líka.“ Segir Ragnheiður að í ljósi þess að lítið hafi verið gert til að framfylgja núgildandi reglum um kattahald í bænum eigi hún erfitt að sjá hvernig bærinn ætli að framfylgja hertum reglum. „Ég býst við að þeir myndu þurfa að ráða til fólk til þess því að þetta er svolítið mikil vinna. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að því, en ég held að það þurfi nokkrar manneskjur til þess að sjá um að veita þá ketti sem verða lausir í bænum,“ segir Ragnheiður. Aðspurð um hvort að hún hefði trú á því að bannið muni í raun og veru taka gildi var svarið einfalt. „Nei.“
Akureyri Dýr Stjórnsýsla Kettir Tengdar fréttir Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32
„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02
Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30