Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 20:03 Jóhannes við störf sem meðhöndlari. Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar. Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum. Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda. Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi. Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið. Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar. „Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar. Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum. Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda. Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi. Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið. Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar. „Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14