Fékk rautt spjald fyrir að skamma eigin leikmann Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2021 16:00 Manuel Mosquera segist ekki sjá eftir því hvernig hann lét við einn af leikmönnum sínum, þó að dómarinn hafi sýnt honum rauða spjaldið. Getty Knattspyrnuþjálfari á Spáni missti stjórn á skapi sínu og húðskammaði einn af leikmönnum sínum svo illa að þjálfarinn fékk að líta rauða spjaldið. Þetta kemur fram í skýrslu dómara leiks Extremadura og Internacional de Madrid í spænsku C-deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 tapi Extremadura en í uppbótartíma var þjálfari liðsins, Manuel Mosquera, orðinn foxillur og lét framherjann Musa Drammeh, sem hann hafði áður skipt af velli, heyra það. Mosquera, sem sjálfur á markametið í sögu Extremadura, greip í treyju framherjans og öskraði, í lauslegri og svolítið mildri þýðingu: „Finndu þér annað félag til að spila fyrir, fjandinn hafi það.“ Samkvæmt spænska blaðinu Marca þurfti samherji Drammeh að sjá til þess að þjálfarinn losaði takið á treyjunni. Dómarinn kom svo og gaf Mosquera rauða spjaldið og vitnaði til orða þjálfarans í skýrslu um atvikið. „Sé ekki eftir því sem gerðist“ Mosquera hafði hins vegar róast mjög þegar hann mætti á blaðamannafund eftir leik og útskýrði sitt mál: „Ég var harður við Musa en ég móðgaði hann ekki. Ég vil meina að við þurfum að nálgast leikinn með öðrum hætti þegar við komum út á völlinn og ég vil að menn sýni lágmarksvilja til að leggja sig alla fram. Mér fannst eins og Musa vildi ekki spila. Hann verður að læra. Svona haga ég mér ekki venjulega en eitthvað varð að gerast. Ég sé ekki eftir því sem gerðist. Ég hefði getað gert hlutina öðruvísi en ég sé ekki eftir því,“ sagði Mosquera. Extremadura hefur aðeins fengið 12 stig eftir ellefu fyrstu leiki sína og er í fallbaráttu. Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu dómara leiks Extremadura og Internacional de Madrid í spænsku C-deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 tapi Extremadura en í uppbótartíma var þjálfari liðsins, Manuel Mosquera, orðinn foxillur og lét framherjann Musa Drammeh, sem hann hafði áður skipt af velli, heyra það. Mosquera, sem sjálfur á markametið í sögu Extremadura, greip í treyju framherjans og öskraði, í lauslegri og svolítið mildri þýðingu: „Finndu þér annað félag til að spila fyrir, fjandinn hafi það.“ Samkvæmt spænska blaðinu Marca þurfti samherji Drammeh að sjá til þess að þjálfarinn losaði takið á treyjunni. Dómarinn kom svo og gaf Mosquera rauða spjaldið og vitnaði til orða þjálfarans í skýrslu um atvikið. „Sé ekki eftir því sem gerðist“ Mosquera hafði hins vegar róast mjög þegar hann mætti á blaðamannafund eftir leik og útskýrði sitt mál: „Ég var harður við Musa en ég móðgaði hann ekki. Ég vil meina að við þurfum að nálgast leikinn með öðrum hætti þegar við komum út á völlinn og ég vil að menn sýni lágmarksvilja til að leggja sig alla fram. Mér fannst eins og Musa vildi ekki spila. Hann verður að læra. Svona haga ég mér ekki venjulega en eitthvað varð að gerast. Ég sé ekki eftir því sem gerðist. Ég hefði getað gert hlutina öðruvísi en ég sé ekki eftir því,“ sagði Mosquera. Extremadura hefur aðeins fengið 12 stig eftir ellefu fyrstu leiki sína og er í fallbaráttu.
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira