Flestum finnst í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2021 20:08 Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála finnst flestum í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt en þó eru skiptar skoðanir á því hver má hrósa hverjum. Getty Hvenær má hrósa, hvenær ekki og fyrir hvað? Stundum hefur verið sagt að við Íslendingar séum ekkert sérstaklega góð í því að hrósa, né að taka hrósi, en eflaust er allur gangur á því. Flestir eru þó sammála um það að einlæg hrós séu af hinu góða og hafi jákvæð áhrif bæði á þann sem hrósar og þann sem fær hrósið. Það getur svo verið mismunandi hvað fólki finnst vera við hæfi að hrósa fyrir og hvað ekki. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim fyndist það í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt og var könnunin kynjaskipt að þessu sinni. Rúmlega þrjú þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnuninni og eins og sjá má á niðurstöðunum* hér fyrir neðan reyndist ekki vera mikill munur á svörum karla og kvenna. Langfæstir sögðu það ekki vera í lagi að hrósa fyrir ilm eða um 3% karla og 2% kvenna. Flestir virtust því sammála um það að það væri í lagi að hrósa manneskjum fyrir ilm eða lykt en þó voru skiptar skoðanir á því hver má hrósa hverjum. Niðurstöður* KARLAR: Já, alltaf - 69% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 28% Nei, aldrei - 3%KONUR: Já, alltaf - 75% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 23% Nei, aldrei 2% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Bone-orðin 10: Imba elskar sjálfsörugga snillinga Makamál Rúmfræði: Fjórar íslenskar konur segja frá fyrsta skiptinu Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Sjá meira
Stundum hefur verið sagt að við Íslendingar séum ekkert sérstaklega góð í því að hrósa, né að taka hrósi, en eflaust er allur gangur á því. Flestir eru þó sammála um það að einlæg hrós séu af hinu góða og hafi jákvæð áhrif bæði á þann sem hrósar og þann sem fær hrósið. Það getur svo verið mismunandi hvað fólki finnst vera við hæfi að hrósa fyrir og hvað ekki. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim fyndist það í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt og var könnunin kynjaskipt að þessu sinni. Rúmlega þrjú þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnuninni og eins og sjá má á niðurstöðunum* hér fyrir neðan reyndist ekki vera mikill munur á svörum karla og kvenna. Langfæstir sögðu það ekki vera í lagi að hrósa fyrir ilm eða um 3% karla og 2% kvenna. Flestir virtust því sammála um það að það væri í lagi að hrósa manneskjum fyrir ilm eða lykt en þó voru skiptar skoðanir á því hver má hrósa hverjum. Niðurstöður* KARLAR: Já, alltaf - 69% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 28% Nei, aldrei - 3%KONUR: Já, alltaf - 75% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 23% Nei, aldrei 2% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Bone-orðin 10: Imba elskar sjálfsörugga snillinga Makamál Rúmfræði: Fjórar íslenskar konur segja frá fyrsta skiptinu Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Sjá meira