Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2021 21:23 Víða mátti sjá myndir af Lenín og Stalín, sem göngufólk hélt á lofti. AP/Pavel Golovkin Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. Rússneski Kommúnistaflokkurinn hefur verið áhrifalítill frá því Sovétríkin liðu undir lok á annan dag jóla árið 1991 en þangað til þá höfðu Bolsevikkar stjórnað Rússlandi og öðrum ríkjum Sovétríkjanna að lokinni borgarastyrjöld í 74 ár. Upphafsdag októberbyltingarinnar ber reyndar upp á 7. nóvember samkvæmt vestrænu tímatali en þennan dag rændu bolsvikkar völdum af þingræðisstjórn sem steypti Nikulási II Rússlandskeisara í febrúar það sama ár. Margir Rússar horfa með söknuði til Sovétríkjanna eftir þrjátíu ára þrengingar almennings frá falli þeirra. Í dag bar göngufólk borða, sovéska fánann og myndir af Lenin og Stalin. Gennady Zyuganov leiðtogi Kommúnistaflokksins lagði blómsveig að grafhýsi Leníns og fólk leit smurðan líkama föðurs byltingarinnar augum í grafhýsinu á Rauða torginu. Gennady Zyuganov (fyrir miðju) er leiðtogi Kommúnistaflokksins.AP/Pavel Golovkin Gangan var farin þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19 en 7. nóvember er almennur frídagur í Rússlandi. „Þetta er hátíðisdagur vinnandi fólks. Þetta er hátíðisdagur okkar mikla ríkis. Þetta er hátíðisdagur framrásar til nýs heims og framtíðar. Á meðan við erum trú þessum hátíðisdegi munum við á nokkurs vafa vinna nýja sigra, gera nýjar uppgötvanir og vinna ný afrek úti í geimnum. Gleðilega hátíð,“ sagði Zyuganov í ávarpi til göngufólks í dag. Rússland Sovétríkin Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Rússneski Kommúnistaflokkurinn hefur verið áhrifalítill frá því Sovétríkin liðu undir lok á annan dag jóla árið 1991 en þangað til þá höfðu Bolsevikkar stjórnað Rússlandi og öðrum ríkjum Sovétríkjanna að lokinni borgarastyrjöld í 74 ár. Upphafsdag októberbyltingarinnar ber reyndar upp á 7. nóvember samkvæmt vestrænu tímatali en þennan dag rændu bolsvikkar völdum af þingræðisstjórn sem steypti Nikulási II Rússlandskeisara í febrúar það sama ár. Margir Rússar horfa með söknuði til Sovétríkjanna eftir þrjátíu ára þrengingar almennings frá falli þeirra. Í dag bar göngufólk borða, sovéska fánann og myndir af Lenin og Stalin. Gennady Zyuganov leiðtogi Kommúnistaflokksins lagði blómsveig að grafhýsi Leníns og fólk leit smurðan líkama föðurs byltingarinnar augum í grafhýsinu á Rauða torginu. Gennady Zyuganov (fyrir miðju) er leiðtogi Kommúnistaflokksins.AP/Pavel Golovkin Gangan var farin þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19 en 7. nóvember er almennur frídagur í Rússlandi. „Þetta er hátíðisdagur vinnandi fólks. Þetta er hátíðisdagur okkar mikla ríkis. Þetta er hátíðisdagur framrásar til nýs heims og framtíðar. Á meðan við erum trú þessum hátíðisdegi munum við á nokkurs vafa vinna nýja sigra, gera nýjar uppgötvanir og vinna ný afrek úti í geimnum. Gleðilega hátíð,“ sagði Zyuganov í ávarpi til göngufólks í dag.
Rússland Sovétríkin Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira