„Skæðasti náriðill Bretlands“ játaði tvö morð og níð á líkum tuga kvenna og stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 09:56 David Fuller er 67 ára gamall. Hann játaði í gær að hafa myrt tvær konur á árum áður og hafa svívirt lík tuga kvenna og stúlkna. Breskur maður játaði í gær að hafa myrt tvær konur árið 1987 og að hafa níðst á tugum líka á undanförnum árum. Hinn 67 ára gamli David Fuller er talinn vera skæðasti náriðillinn í sögu Bretlands. Fuller var handtekinn í desember í fyrra vegna gruns um að hafa myrt Wendy Knell (25) og Caroline Pierce (20) í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Knell fannst látin í íbúð sinni í Tunbridge Wells skammt suður af Lundúnum í júní 1987 en Pierce hvarf nokkrum mánuðum síðar. Nágrannar hennar höfðu heyrt öskur úr íbúð hennar en lík hennar fannst í skurði nokkrum dögum síðar. Erfðaefni fundust í báðum tilfellum. Fuller var handtekinn á heimili hans í Heathfield, sem er bær skammt frá Tunbridge Wells. Hér má sjá myndband frá lögreglunni frá því í desember í fyrra þegar Fuller var handtekinn. Í gær játaði Fuller að hafa myrt konurnar en hann játaði einnig að hafa svívirt lík þeirra og tuga annarra kvenna og stúlkna á tveimur líkhúsum og að hafa tekið myndbönd af því. Paul Fotheringham, sem leiddi rannsókn lögreglunnar, segir í tilkynningu að rannsóknin hafi verið einstaklega flókin og erfið. Hafði mök við minnst hundrað lík Fuller starfaði sem rafvirki á tveimur sjúkrahúsum í Kent og lögreglan telur hann hafa níðst á minnst hundrað líkum á þeim sjúkrahúsum. Búið er að staðfesta 81 brot sem Fuller er sagður hafa framið. Brotin framdi hann frá 2008 til 2020, samkvæmt frétt Guardian. Í frétt miðilsins segir að Fuller sé talinn skæðasti náriðill í sögu Bretlands. Lögreglan fann harða diska á heimili hans sem Fuller hafði falið en þar fannst myndefni af honum níðast á líkum. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem tekið var þegar hörðu diskarnir fundust á heimili Fuller. Fimm terabæt af myndefni fundust á þessum hörðu diskum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Fuller var handtekinn í desember í fyrra vegna gruns um að hafa myrt Wendy Knell (25) og Caroline Pierce (20) í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Knell fannst látin í íbúð sinni í Tunbridge Wells skammt suður af Lundúnum í júní 1987 en Pierce hvarf nokkrum mánuðum síðar. Nágrannar hennar höfðu heyrt öskur úr íbúð hennar en lík hennar fannst í skurði nokkrum dögum síðar. Erfðaefni fundust í báðum tilfellum. Fuller var handtekinn á heimili hans í Heathfield, sem er bær skammt frá Tunbridge Wells. Hér má sjá myndband frá lögreglunni frá því í desember í fyrra þegar Fuller var handtekinn. Í gær játaði Fuller að hafa myrt konurnar en hann játaði einnig að hafa svívirt lík þeirra og tuga annarra kvenna og stúlkna á tveimur líkhúsum og að hafa tekið myndbönd af því. Paul Fotheringham, sem leiddi rannsókn lögreglunnar, segir í tilkynningu að rannsóknin hafi verið einstaklega flókin og erfið. Hafði mök við minnst hundrað lík Fuller starfaði sem rafvirki á tveimur sjúkrahúsum í Kent og lögreglan telur hann hafa níðst á minnst hundrað líkum á þeim sjúkrahúsum. Búið er að staðfesta 81 brot sem Fuller er sagður hafa framið. Brotin framdi hann frá 2008 til 2020, samkvæmt frétt Guardian. Í frétt miðilsins segir að Fuller sé talinn skæðasti náriðill í sögu Bretlands. Lögreglan fann harða diska á heimili hans sem Fuller hafði falið en þar fannst myndefni af honum níðast á líkum. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem tekið var þegar hörðu diskarnir fundust á heimili Fuller. Fimm terabæt af myndefni fundust á þessum hörðu diskum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira