Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 09:21 Hveiti hefur hækkað um nærri 40 prósent á tólf mánuðum. Getty/Erik Isakson Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Verð á grænmetisolíum hefur náð methæðum eftir nærri tíu prósenta hækkun í október og kornmeti farið upp um meira en 22 prósent á einu ári. Þar spilar verð á hveiti stórt hlutverk sem hefur hækkað um nærri 40 prósent á síðustu tólf mánuðum eftir dræma uppskeru í stórum útflutningslöndum á borð við Kanada, Rússland og Bandaríkin. Þá hafa framleiðslu- og flutningstruflanir, hærra hrávöruverð, verksmiðjulokanir og stjórnmálaspenna átt þátt sinn í því að hækkun matarkörfunnar, að sögn FAO. „Hvað varðar kornvörurnar, þá er hægt að segja að það séu í raun loftslagsbreytingar sem eru að leiða til misheppnaðrar uppskeru,“ segir Peter Batt, sérfræðingur í landbúnaðarviðskiptum við Curtin-viðskiptaháskólann, í samtali við BBC. „Við höfum séð frekar slæma uppskeru síðustu ár á mörgum stöðum.“ Heimsfaraldurinn haft sitt að segja FAO segir að vísitala grænmetisolía hafi leitað upp á við þökk sé verðhækkunum á pálmakjarna-, soja- og sólblóma- og repjuolíum. Í tilfelli pálmakjarnaolíunnar hefur viðvarandi skortur á farandverkamönnum í Malasíu ýtt undir hækkanir. Sömuleiðis hefur starfsmannaskortur aukið framleiðslu- og flutningskostnað í öðrum heimshlutum. Að sögn FAO hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á skipaflutninga og flutningsraskanir meðal annars ýtt upp verði á mjólkurvörum sem hefur hækkað um nærri 16 prósent á síðastliðnu ári. Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð á grænmetisolíum hefur náð methæðum eftir nærri tíu prósenta hækkun í október og kornmeti farið upp um meira en 22 prósent á einu ári. Þar spilar verð á hveiti stórt hlutverk sem hefur hækkað um nærri 40 prósent á síðustu tólf mánuðum eftir dræma uppskeru í stórum útflutningslöndum á borð við Kanada, Rússland og Bandaríkin. Þá hafa framleiðslu- og flutningstruflanir, hærra hrávöruverð, verksmiðjulokanir og stjórnmálaspenna átt þátt sinn í því að hækkun matarkörfunnar, að sögn FAO. „Hvað varðar kornvörurnar, þá er hægt að segja að það séu í raun loftslagsbreytingar sem eru að leiða til misheppnaðrar uppskeru,“ segir Peter Batt, sérfræðingur í landbúnaðarviðskiptum við Curtin-viðskiptaháskólann, í samtali við BBC. „Við höfum séð frekar slæma uppskeru síðustu ár á mörgum stöðum.“ Heimsfaraldurinn haft sitt að segja FAO segir að vísitala grænmetisolía hafi leitað upp á við þökk sé verðhækkunum á pálmakjarna-, soja- og sólblóma- og repjuolíum. Í tilfelli pálmakjarnaolíunnar hefur viðvarandi skortur á farandverkamönnum í Malasíu ýtt undir hækkanir. Sömuleiðis hefur starfsmannaskortur aukið framleiðslu- og flutningskostnað í öðrum heimshlutum. Að sögn FAO hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á skipaflutninga og flutningsraskanir meðal annars ýtt upp verði á mjólkurvörum sem hefur hækkað um nærri 16 prósent á síðastliðnu ári.
Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf