Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Emil í leik með Sandefjord. Í dag leikur hann með Sogndal í norsku B-deildinni, en læknir liðsins segir að skjót viðbrögð allra viðstaddra hafi bjargað lífi hans síðastliðinn mánudag. Sandefjord Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. Rosø hefur staðið vaktina á heimaleikjum Sogndal síðastliðin sjö ár, en síðasta mánudagskvöld kom upp mjög svo alvarlegt atvik er Emil Pálsson hné niður á vellinum eftir tólf mínútna leik. „Í svona aðstæðum seturðu þig í hlutverk sem hefur verið æft margoft,“ sagði Rosø í samtali við norska miðilinn VG. „Ég sá ekki þegar Emil féll til jarðar, en dómarinn sá það. Hann veifaði höndum og virtist í uppnámi. Við áttuðum okkur fljótt á því að þetta var alvarlegt.“ Hann segir að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið fyrstur á vettvang. „Það er staðlað verklag að sjúkraþjálfarinn fari fyrstur inn á. Oft liggja leikmenn eftir einhverskonar samstuð. Í þetta skipti áttuðum við okkur á að aðstæður voru öðruvísi, þetta var eitthvað meira. Dómarinn veifaði eftir aðstoð og leikmenn brugðust öðruvísi við en við erum vanir.“ Eftir að hafa skoða endursýningar komust blaðamenn VG að frá því að dómarinn byrjaði að veifa og þar til að sjúkraþjálfarinn var mættur á svæðið liðu aðeins sjö sekúndur. Læknirinn segir aðþegar um hjartastopp er að ræða séu tveir þættir sem skipta lykilmáli. Annars vegar að fylgja verklagi, og hins vegar samvinna. „Eftir endurlífgun snýst þetta um að koma sjúklingnum í jafnvægi og ganga úr skugga um að lífsnauðsynlegir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og öndun og súrefnisflæði. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sjúklingnum fljótt á sjúkrahús.“ „Á mánudaginn gekk allt vel. Það var liðið sem bjargaði lífi Emils,“ sagði Rosø að lokum. Norski boltinn Tengdar fréttir „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Rosø hefur staðið vaktina á heimaleikjum Sogndal síðastliðin sjö ár, en síðasta mánudagskvöld kom upp mjög svo alvarlegt atvik er Emil Pálsson hné niður á vellinum eftir tólf mínútna leik. „Í svona aðstæðum seturðu þig í hlutverk sem hefur verið æft margoft,“ sagði Rosø í samtali við norska miðilinn VG. „Ég sá ekki þegar Emil féll til jarðar, en dómarinn sá það. Hann veifaði höndum og virtist í uppnámi. Við áttuðum okkur fljótt á því að þetta var alvarlegt.“ Hann segir að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið fyrstur á vettvang. „Það er staðlað verklag að sjúkraþjálfarinn fari fyrstur inn á. Oft liggja leikmenn eftir einhverskonar samstuð. Í þetta skipti áttuðum við okkur á að aðstæður voru öðruvísi, þetta var eitthvað meira. Dómarinn veifaði eftir aðstoð og leikmenn brugðust öðruvísi við en við erum vanir.“ Eftir að hafa skoða endursýningar komust blaðamenn VG að frá því að dómarinn byrjaði að veifa og þar til að sjúkraþjálfarinn var mættur á svæðið liðu aðeins sjö sekúndur. Læknirinn segir aðþegar um hjartastopp er að ræða séu tveir þættir sem skipta lykilmáli. Annars vegar að fylgja verklagi, og hins vegar samvinna. „Eftir endurlífgun snýst þetta um að koma sjúklingnum í jafnvægi og ganga úr skugga um að lífsnauðsynlegir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og öndun og súrefnisflæði. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sjúklingnum fljótt á sjúkrahús.“ „Á mánudaginn gekk allt vel. Það var liðið sem bjargaði lífi Emils,“ sagði Rosø að lokum.
Norski boltinn Tengdar fréttir „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
„Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29
Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01
Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23