Sólríkara og úrkomuminna í Reykjavík en á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 09:09 Margir Norðlendingar söknuðu sólarinnar í október. Vísir/Vilhelm Október einkenndist af norðaustlægum áttum og var úrkomusamur á Norðaustur- og Austurlandi. Samanborið við sama mánuð undanfarin tíu ár var mánuðurinn tiltölulega kaldur á norðanverðu landinu en tiltölulega hlýr á því sunnanverðu. Sólskinsstundir voru færri en í meðalári á Akureyri og þar var mánaðarúrkoman sú næstmesta sem mælst hefur þar. Talsvert sólríkara og úrkomuminna var í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar í október. Óvenjumikil úrkoma í upphafi mánaðar á Norðausturlandi olli miklum skriðuföllum í Kinn og Útkinn. Meðalhiti í Reykjavík í október var 5,6 stig og er það 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8 stig sem er 0,7 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga og 1,2 stigum undir meðallagi síðastliðinna 10 ára. Meðalhiti mánaðarins var 4,3 stig í Stykkishólmi. Það er 0,2 stigum undir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 og 0,7 stigum undir meðallagi undanfarinna tíu ára. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,7 stig, eða um 0,1 stigi yfir meðallagi síðasta áratugar. Hæsti hitinn í október mældist 15,3 stig á Kvískerjum 13. dag mánaðarins. Lægsti hiti mánaðarins mældist -12,3 stig þann 28. október í Svartárkoti, sem var jafnframt lægsti mældi hiti í byggð. Úrkoma aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri í október Heildarúrkoma mánaðarins var 55,1 mm í Reykjavík, eða 69% af meðalúrkomu októbermánaðar í Reykjavík á tímabilinu 1991 til 2020. Á Akureyri var heildarúrkoma októbermánaðar 164,8 mm en það er meira en tvöföld úrkoma meðaloktóbermánaðar árin 1991 til 2020. Úrkoma í október hefur aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri, en það var árið 1995 þegar hún mældist 176,3 mm. Úrkoman mældist 84,0 mm í Stykkishólmi sem er 23% yfir meðallagi og 205,5 mm á Höfn í Hornafirði. Fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar fyrir október að sólskinsstundir mældust 102,3 í Reykjavík og er það 10,7 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 32,9 sem er 15,0 stundum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga. Jörð var alhvít einn morgun mánaðarins í Reykjavík og alauð aðra daga. Alautt var á Akureyri allan mánuðinn nema einn dag þegar það var flekkótt. Akureyri Veður Reykjavík Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Sjá meira
Sólskinsstundir voru færri en í meðalári á Akureyri og þar var mánaðarúrkoman sú næstmesta sem mælst hefur þar. Talsvert sólríkara og úrkomuminna var í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar í október. Óvenjumikil úrkoma í upphafi mánaðar á Norðausturlandi olli miklum skriðuföllum í Kinn og Útkinn. Meðalhiti í Reykjavík í október var 5,6 stig og er það 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8 stig sem er 0,7 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga og 1,2 stigum undir meðallagi síðastliðinna 10 ára. Meðalhiti mánaðarins var 4,3 stig í Stykkishólmi. Það er 0,2 stigum undir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 og 0,7 stigum undir meðallagi undanfarinna tíu ára. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,7 stig, eða um 0,1 stigi yfir meðallagi síðasta áratugar. Hæsti hitinn í október mældist 15,3 stig á Kvískerjum 13. dag mánaðarins. Lægsti hiti mánaðarins mældist -12,3 stig þann 28. október í Svartárkoti, sem var jafnframt lægsti mældi hiti í byggð. Úrkoma aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri í október Heildarúrkoma mánaðarins var 55,1 mm í Reykjavík, eða 69% af meðalúrkomu októbermánaðar í Reykjavík á tímabilinu 1991 til 2020. Á Akureyri var heildarúrkoma októbermánaðar 164,8 mm en það er meira en tvöföld úrkoma meðaloktóbermánaðar árin 1991 til 2020. Úrkoma í október hefur aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri, en það var árið 1995 þegar hún mældist 176,3 mm. Úrkoman mældist 84,0 mm í Stykkishólmi sem er 23% yfir meðallagi og 205,5 mm á Höfn í Hornafirði. Fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar fyrir október að sólskinsstundir mældust 102,3 í Reykjavík og er það 10,7 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 32,9 sem er 15,0 stundum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga. Jörð var alhvít einn morgun mánaðarins í Reykjavík og alauð aðra daga. Alautt var á Akureyri allan mánuðinn nema einn dag þegar það var flekkótt.
Akureyri Veður Reykjavík Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Sjá meira