Rúmlega fjörutíu milljónir við dauðans dyr vegna matarskorts Heimsljós 3. nóvember 2021 12:04 WFP Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er orðin mest í Afganistan. „Við þurfum rúmlega sex milljarða Bandaríkjadala til þess að hjálpa 42 milljónum manna sem eru við dauðans dyr, ef við komum þeim ekki til bjargar. Það er ekki flókið,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Í frétt frá stofnuninni segir að 42 milljónir manna í 43 þjóðríkjum dragi fram lífið við hungurmörk. Að mati WFP væri unnt að tryggja þessu fólki eina máltíð á dag næsta árið með rúmlega 800 milljarða króna fjárframlagi. Án matar bíði þeirra ekkert annað en sultur. Beasley segir að þótt heimsfaraldur kórónuveiru auki á vandann hvarvetna eigi þó stríðsátök að mannavöldum stóran þátt í auknum óstöðugleika sem birtist í nýrri hungurbylgju í heiminum. Mannleg eymd af þessum völdum sé ólýsanleg. Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er orðin mest í Afganistan en ástandið er grafalvarlegt í löndum eins og Eþíópíu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen. Alls búa 22,8 milljónir Afgana við alvarlegan matarskort eða fleiri en síðustu tíu árin sem Sameinuðu þjóðirnar hafa metið matvælaóöryggi. Þá hefur hungruðum í heiminum fjölgað um 15 milljónir frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Aldrei í sögu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna hafa verkefni stofnunarinnar verið jafn umfangsmikil en á þessu ári veitir hún 139 milljónum manna matvælaaðstoð. WFP er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins á sviði mannúðarmála. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Eþíópía Suður-Súdan Sýrland Jemen Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent
„Við þurfum rúmlega sex milljarða Bandaríkjadala til þess að hjálpa 42 milljónum manna sem eru við dauðans dyr, ef við komum þeim ekki til bjargar. Það er ekki flókið,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Í frétt frá stofnuninni segir að 42 milljónir manna í 43 þjóðríkjum dragi fram lífið við hungurmörk. Að mati WFP væri unnt að tryggja þessu fólki eina máltíð á dag næsta árið með rúmlega 800 milljarða króna fjárframlagi. Án matar bíði þeirra ekkert annað en sultur. Beasley segir að þótt heimsfaraldur kórónuveiru auki á vandann hvarvetna eigi þó stríðsátök að mannavöldum stóran þátt í auknum óstöðugleika sem birtist í nýrri hungurbylgju í heiminum. Mannleg eymd af þessum völdum sé ólýsanleg. Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er orðin mest í Afganistan en ástandið er grafalvarlegt í löndum eins og Eþíópíu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen. Alls búa 22,8 milljónir Afgana við alvarlegan matarskort eða fleiri en síðustu tíu árin sem Sameinuðu þjóðirnar hafa metið matvælaóöryggi. Þá hefur hungruðum í heiminum fjölgað um 15 milljónir frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Aldrei í sögu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna hafa verkefni stofnunarinnar verið jafn umfangsmikil en á þessu ári veitir hún 139 milljónum manna matvælaaðstoð. WFP er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins á sviði mannúðarmála. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Eþíópía Suður-Súdan Sýrland Jemen Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent