Fjögur hundruð einkaflugvélar til Skotlands vegna loftslagsráðstefnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 14:29 Um þúsund þjóðarleiðtogar og viðskiptajöfrar flugu með einkaþotum til Skotlands þar sem loftslagsráðstefnan COP26 fer nú fram. George Rose/Getty Fjögur hundruð einkaflugvélar flugu til Skotlands til að ferja þangað um þúsund gesti loftslagsráðstefnunnar COP26, sem fer fram í Glasgow. Loftslagsaðgerðasinnar hafa gagnrýnt gestina harðlega vegna loftslagsáhrifanna sem ferðamátinn hefur. Skoski miðillinn Sunday Mail greindi frá þessu á sunnudag en samkvæmt frétt miðilsins nemur mengunin frá einkaflugvélunum jafn miklu og árleg mengun frá 1.600 Skotum. Reikningurinn miðar við mengun minni einkaþota, það á til dæmis ekki við um einkaþotur Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Kanada, forseta Þýskalands, forsætisráðherra Japans eða annarra þjóðarleiðtoga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst sjálfur fljúga með einkaþotu aftur til Lundúna frá Glasgow að lokinni ráðstefnunni. Ferðalagið milli borganna tveggja tekur um fimm tíma með lest. Haft er eftir Matt Finch, loftslagsaðgerðasinna, í fréttinni að ein lítil einkaþota blási frá sér um tvö tonn af koltvísýringi á hverjum klukkutíma á flugi. Þá hefðu lang flestir þeirra, sem ferðuðust með einkaflugvél til Skotlands, getað ferðast þangað með áætlunarflugi. Aðgerðasinnar hafa gagnrýnt einkaþotunotendurna, enda sjá kannski flestir hræsnina sem felst í því að ferðast með einkaþotu á ráðstefnu þar sem fjallað er um loftslagsaðgerðir. Yfirskrift ráðstefnunnar er að hún sé vettvangur til að leiðtogar heimsins geti komið saman og gripið til nauðsynlegra loftslagsaðgerða. Samkvæmt útreikningum munu einkaþoturnar blása út um 13.000 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ferðalögum til og frá ráðstefnunni. Um 100 flugvélana fljúga til og frá Evrópu, ferðalög sem að meðaltali taka um fjóra klukkutíma í heild. Hinar þrjú hundruð verða á langferð, og fljúga til Ameríku, Afríku eða Asíu. Að meðaltali mengar ein ferð með einkaþotu tíu sinnum meira á mann en sama ferðalag með áætlunarflugi og 150 sinnum meira en ferðalag með lest. COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Skoski miðillinn Sunday Mail greindi frá þessu á sunnudag en samkvæmt frétt miðilsins nemur mengunin frá einkaflugvélunum jafn miklu og árleg mengun frá 1.600 Skotum. Reikningurinn miðar við mengun minni einkaþota, það á til dæmis ekki við um einkaþotur Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Kanada, forseta Þýskalands, forsætisráðherra Japans eða annarra þjóðarleiðtoga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst sjálfur fljúga með einkaþotu aftur til Lundúna frá Glasgow að lokinni ráðstefnunni. Ferðalagið milli borganna tveggja tekur um fimm tíma með lest. Haft er eftir Matt Finch, loftslagsaðgerðasinna, í fréttinni að ein lítil einkaþota blási frá sér um tvö tonn af koltvísýringi á hverjum klukkutíma á flugi. Þá hefðu lang flestir þeirra, sem ferðuðust með einkaflugvél til Skotlands, getað ferðast þangað með áætlunarflugi. Aðgerðasinnar hafa gagnrýnt einkaþotunotendurna, enda sjá kannski flestir hræsnina sem felst í því að ferðast með einkaþotu á ráðstefnu þar sem fjallað er um loftslagsaðgerðir. Yfirskrift ráðstefnunnar er að hún sé vettvangur til að leiðtogar heimsins geti komið saman og gripið til nauðsynlegra loftslagsaðgerða. Samkvæmt útreikningum munu einkaþoturnar blása út um 13.000 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ferðalögum til og frá ráðstefnunni. Um 100 flugvélana fljúga til og frá Evrópu, ferðalög sem að meðaltali taka um fjóra klukkutíma í heild. Hinar þrjú hundruð verða á langferð, og fljúga til Ameríku, Afríku eða Asíu. Að meðaltali mengar ein ferð með einkaþotu tíu sinnum meira á mann en sama ferðalag með áætlunarflugi og 150 sinnum meira en ferðalag með lest.
COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42