Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2021 09:20 Ráðherrann hefur verið krafður um að rökstyðja fullyrðingar sínar. epa/Vickie Flores Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira