Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:45 Jes Staley, fráfarandi forstjóri Barclays. AP/Evan Agostini/Invision Jes Staley, forstjóri breska bankans Barclays, sagði af sér í dag í kjölfar skýrslu breska fjármálaeftirlitsins um tengsl hans við Jeffrey Epstein, bandaríska auðkýfingsins, sem var ákærður fyrir mansal. Staley hafði áður sagst harma samband sitt við Epstein sem svipti sig lífi í fangelsi í New York sumar 2019. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Staley hafi vitað af brotum Epstein gegn ungum konum og stúlkum, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska fjármálaeftirlitið birti skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar um samband Staley og Epstein þegar sá fyrrnefndi sinnti einkabankaþjónustu fyrir Epstein hjá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan á sínum tíma. Staley er sagður sem þrumu lostinn og reiður yfir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins sem hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að rannsóknin hafi leitt í ljós að frásögn Staley af sambandi sínu við Epstein fyrir stjórn Barclays stemmi ekki við þau gögn sen yfirvöld hafa undir höndum. Fjöldi tölvupósta sem fór á milli Staley og Epstein og tónn þeirra bendi til þess að samband þeirra hafi verið nánara en Staley hefur viljað gangast við til þessa. Barclays sagði í yfirlýsingu að sátt hefði verið á milli stjórnar bankans og Staley um að hann myndi hætta í ljósi niðurstaðana yfirvalda og þess að Staley ætli að mótmæla þeim formlega. Jeffrey Epstein Bretland Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Staley hafði áður sagst harma samband sitt við Epstein sem svipti sig lífi í fangelsi í New York sumar 2019. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Staley hafi vitað af brotum Epstein gegn ungum konum og stúlkum, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska fjármálaeftirlitið birti skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar um samband Staley og Epstein þegar sá fyrrnefndi sinnti einkabankaþjónustu fyrir Epstein hjá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan á sínum tíma. Staley er sagður sem þrumu lostinn og reiður yfir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins sem hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að rannsóknin hafi leitt í ljós að frásögn Staley af sambandi sínu við Epstein fyrir stjórn Barclays stemmi ekki við þau gögn sen yfirvöld hafa undir höndum. Fjöldi tölvupósta sem fór á milli Staley og Epstein og tónn þeirra bendi til þess að samband þeirra hafi verið nánara en Staley hefur viljað gangast við til þessa. Barclays sagði í yfirlýsingu að sátt hefði verið á milli stjórnar bankans og Staley um að hann myndi hætta í ljósi niðurstaðana yfirvalda og þess að Staley ætli að mótmæla þeim formlega.
Jeffrey Epstein Bretland Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira