Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 22:47 Modi, forsætisráðherra Indlands, á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. Indland er þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir. Í aðdraganda ráðstefnunnar sem hófst í Glasgow í gær höfðu indverskir embættismenn talað um að þeir hefðu ekki hug á að taka þátt í markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Mikilvægara væri að ákveða hvernig hægt væri að draga úr losun á næstu árum og áratugum. Modi tilkynnti um kolefnishlutleysismarkmið Indlands í blálok ávarps síns á ráðstefnunni í dag. Það sætti tíðindum því Indverjar hafa ekki áður sett sér markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda verði nettó hlutlaus, eða að hún verði ekki umfram það magn kolefnis sem er bundið í landinu. Gangi markmið Indverja og annarra þjóða eftir verja Indverjar tuttugu árum á eftir Bandaríkjamönnum og Evrópubúum að ná kolefnishlutleysi og tíu árum á eftir Kínverjum. Þrátt fyrir að Indland sé um þessar stundir þriðji stærsti losandi heims hefur landið aðeins losað rúm þrjú prósent af öllum þeim gróðurhúsalofttegundum sem mannkynið hefur spúið út í andrúmsloft jarðar í gegnum tíðina og bera þannig tiltölulega litla ábyrgð á þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað og eru fyrirsjáanlegar. Indverjar eru fleiri en milljarður talsins og er losun þar miðað við höfðatölu margfalt lægri en í þróaðri ríkjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að árið 2019 hafi losun þar verið um 1,9 tonn af koltvísýringi á mann, borið saman við 15,5 tonn á hvern Bandaríkjamann og 12,5 tonn á hvern Rússa. Ætla að framleiða helming orkunnar á vistvænan hátt innan tíu ára Modi setti fram fleiri fyrirheit á COP26-ráðstefnunni. Sagði hann Indland stefna á að endurnýjanlegir orkugjafar framleiði helming alrlar orku í landinu fyrir árið 2030. Dregið verði úr losun um milljarð tonna fyrir þann tíma. Til þess að það náist þarf umbyltingu á orkukerfi Indlands en það framleiðir nú um helming af raforku sinni með því að brenna kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda. COP26 Loftslagsmál Indland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Indland er þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir. Í aðdraganda ráðstefnunnar sem hófst í Glasgow í gær höfðu indverskir embættismenn talað um að þeir hefðu ekki hug á að taka þátt í markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Mikilvægara væri að ákveða hvernig hægt væri að draga úr losun á næstu árum og áratugum. Modi tilkynnti um kolefnishlutleysismarkmið Indlands í blálok ávarps síns á ráðstefnunni í dag. Það sætti tíðindum því Indverjar hafa ekki áður sett sér markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda verði nettó hlutlaus, eða að hún verði ekki umfram það magn kolefnis sem er bundið í landinu. Gangi markmið Indverja og annarra þjóða eftir verja Indverjar tuttugu árum á eftir Bandaríkjamönnum og Evrópubúum að ná kolefnishlutleysi og tíu árum á eftir Kínverjum. Þrátt fyrir að Indland sé um þessar stundir þriðji stærsti losandi heims hefur landið aðeins losað rúm þrjú prósent af öllum þeim gróðurhúsalofttegundum sem mannkynið hefur spúið út í andrúmsloft jarðar í gegnum tíðina og bera þannig tiltölulega litla ábyrgð á þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað og eru fyrirsjáanlegar. Indverjar eru fleiri en milljarður talsins og er losun þar miðað við höfðatölu margfalt lægri en í þróaðri ríkjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að árið 2019 hafi losun þar verið um 1,9 tonn af koltvísýringi á mann, borið saman við 15,5 tonn á hvern Bandaríkjamann og 12,5 tonn á hvern Rússa. Ætla að framleiða helming orkunnar á vistvænan hátt innan tíu ára Modi setti fram fleiri fyrirheit á COP26-ráðstefnunni. Sagði hann Indland stefna á að endurnýjanlegir orkugjafar framleiði helming alrlar orku í landinu fyrir árið 2030. Dregið verði úr losun um milljarð tonna fyrir þann tíma. Til þess að það náist þarf umbyltingu á orkukerfi Indlands en það framleiðir nú um helming af raforku sinni með því að brenna kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda.
COP26 Loftslagsmál Indland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19