Segir síðustu átján mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 17:45 Loksins þandi Alfreð netmöskvana um liðna helgi. Það var kominn dágóður tími síðan það gerðist síðast. Roland Krivec/Getty Images Framherjinn Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 610 daga. Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira