Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 12:00 Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar segir Sólveigu njóta mikils stuðnings stjórnar Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu. Ólga innan Eflingar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu.
Ólga innan Eflingar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira