Ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem þau túlka sem vantraust á sín störf.
Þá fjöllum við um loftslagsráðstefnuna í Glasgow sem hófst í gær og fjöllum um mál landsliðsmanns í hestaíþróttum sem hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna dóms um kynferðisofbeldi sem Landssambandi hestamanna hafði ekki verið kunnugt um.
Einnig heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en 72 greindust með kórónuveiruna í gær.