Messi vill snúa aftur til Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Lionel Messi gerði samning við PSG til tveggja ára, með möguleika á árs framlengingu. Getty/Catherine Steenkeste Þó að Lionel Messi hafi yfirgefið Barcelona í sumar og gengið í raðir PSG þá hefur hann mikinn áhuga á að starfa meira fyrir Barcelona í framtíðinni. Messi, sem er 34 ára gamall, hafði leikið allan sinn feril hjá Barcelona þar til að félagið varð að láta hann fara í sumar vegna fjárhagsörðugleika. Messi var í stóru viðtali við spænska blaðið Sport spurður hvort að hann myndi vilja snúa aftur til Barcelona síðar meir og svarið var einfalt: „Já. Ég hef alltaf sagt að það yrði algjör draumur að geta hjálpað félaginu með einhverjum hætti sem gæti gagnast. Bætt einhverju við félagið,“ sagði Messi. En hvernig þá? „Ég myndi gjarnan vilja verða íþróttastjóri þar á einhverjum tímapunkti,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort að það verður hjá Barcelona eða ekki, eða hvort það verður einhvers staðar annars staðar. En ef það er möguleiki á því þá vil ég snúa aftur og leggja mitt að mörkum því að þetta er félag sem ég elska og vil svo mikið að haldi áfram að ganga vel, haldi áfram að vaxa og sé eitt það besta í heimi,“ sagði Messi. Ætlar að búa í Barcelona Messi segir þó að fjölskyldan sé núna búin að koma sér vel fyrir í París og allir séu glaðir á nýjum slóðum. Hugur hans er þó áfram hjá Barcelona að einhverju leyti: „Já. Enn í dag er það þannig þegar ég horfi á leikina að ég finn sterkar tilfinningar og man eftir hlutum sem hafa gerst á Camp Nou, með fólkinu þar,“ segir Messi. En mun hann spila aftur fyrir Barcelona eftir tvö ár, þegar samningurinn við PSG rennur út? „Ég veit ekki hvort að ég sný aftur þegar samningurinn við PSG klárast. Það sem er þó nánast öruggt er að við munum snúa aftur til Barcelona og lifa okkar lífi þar. Það er það sem konan mín vill og ég sjálfur. Ég veit ekki hvort það gerist þegar samningurinn við PSG rennur út en við munum eiga heima í Barcelona síðar meir,“ sagði Messi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00 Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Messi, sem er 34 ára gamall, hafði leikið allan sinn feril hjá Barcelona þar til að félagið varð að láta hann fara í sumar vegna fjárhagsörðugleika. Messi var í stóru viðtali við spænska blaðið Sport spurður hvort að hann myndi vilja snúa aftur til Barcelona síðar meir og svarið var einfalt: „Já. Ég hef alltaf sagt að það yrði algjör draumur að geta hjálpað félaginu með einhverjum hætti sem gæti gagnast. Bætt einhverju við félagið,“ sagði Messi. En hvernig þá? „Ég myndi gjarnan vilja verða íþróttastjóri þar á einhverjum tímapunkti,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort að það verður hjá Barcelona eða ekki, eða hvort það verður einhvers staðar annars staðar. En ef það er möguleiki á því þá vil ég snúa aftur og leggja mitt að mörkum því að þetta er félag sem ég elska og vil svo mikið að haldi áfram að ganga vel, haldi áfram að vaxa og sé eitt það besta í heimi,“ sagði Messi. Ætlar að búa í Barcelona Messi segir þó að fjölskyldan sé núna búin að koma sér vel fyrir í París og allir séu glaðir á nýjum slóðum. Hugur hans er þó áfram hjá Barcelona að einhverju leyti: „Já. Enn í dag er það þannig þegar ég horfi á leikina að ég finn sterkar tilfinningar og man eftir hlutum sem hafa gerst á Camp Nou, með fólkinu þar,“ segir Messi. En mun hann spila aftur fyrir Barcelona eftir tvö ár, þegar samningurinn við PSG rennur út? „Ég veit ekki hvort að ég sný aftur þegar samningurinn við PSG klárast. Það sem er þó nánast öruggt er að við munum snúa aftur til Barcelona og lifa okkar lífi þar. Það er það sem konan mín vill og ég sjálfur. Ég veit ekki hvort það gerist þegar samningurinn við PSG rennur út en við munum eiga heima í Barcelona síðar meir,“ sagði Messi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00 Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00
Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00