Fimm milljónir í valnum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 09:51 Heilbrigðisstarfsmenn á Indónesíu með líkkistu. Þar hafa 143 þúsund manns dáið vegna Covid. AP/Trisnadi Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir. Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021 Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund. Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta. AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra. Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir. Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021 Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund. Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta. AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra. Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
„Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33
Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48
Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52
Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52