Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar.
Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir.
Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X
— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021
Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa.
Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund.
Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta.
AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra.
Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum.