Jólasveinninn gæti lent í vandræðum Snorri Másson skrifar 30. október 2021 23:44 Leikföng hafa sjaldan verið dýrari. Getty/Isabel Pavia Jólasveinum er vandi á höndum víða um Evrópu vegna mikilla verðhækkana á leikföngum. Og ekki aðeins er dótið dýrara, heldur er vöruskortur líka farinn að bíta leikfangaverslanir. Þetta er ein af óvæntum afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hin alþjóðlega og, að því er virðist, óleysanlega allsherjarseinkun á vöruflutningum um víða veröld. Þegar farið er í ódýru deildina í hefðbundinni dótabúð er viðbúið að flestar vörurnar þar séu framleiddar í Kína. Sá varningur er verðhækkunum undirorpinn. Delphine Simoens, belgískur verslunarstjóri, bendir þannig á að leikfang sem kostaði 18 evrur í fyrra kostar tæpar 23 evrur í ár. Almennt eru hækkanir jafnvel meiri. Gámur fullur af alls konar skemmtilegu frá Kína fæst í þessum bransa á tæpa milljón króna um þessar mundir, samanborið við tæpar 300.000 krónur fyrir tveimur árum. „Við getum ekkert í þessu gert af því að við ráðum ekki flutningakostnað. Því miður endurspeglast þetta í verði sumra leikfanga okkar,“ segir Simoens. Vandinn er helst bundinn við innflutt leikföng frá Kína en þau evrópskir framleiðendur á evrópskum mörkuðum hafa ekki orðið fyrir barðinu á þessu. Að sögn verslunarmanna mun taka einhvern tíma að leysa vandann, en lausn er þó í sjónmáli í flestum tilvikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Jólasveinar Tengdar fréttir Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. 25. september 2021 07:55 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þetta er ein af óvæntum afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hin alþjóðlega og, að því er virðist, óleysanlega allsherjarseinkun á vöruflutningum um víða veröld. Þegar farið er í ódýru deildina í hefðbundinni dótabúð er viðbúið að flestar vörurnar þar séu framleiddar í Kína. Sá varningur er verðhækkunum undirorpinn. Delphine Simoens, belgískur verslunarstjóri, bendir þannig á að leikfang sem kostaði 18 evrur í fyrra kostar tæpar 23 evrur í ár. Almennt eru hækkanir jafnvel meiri. Gámur fullur af alls konar skemmtilegu frá Kína fæst í þessum bransa á tæpa milljón króna um þessar mundir, samanborið við tæpar 300.000 krónur fyrir tveimur árum. „Við getum ekkert í þessu gert af því að við ráðum ekki flutningakostnað. Því miður endurspeglast þetta í verði sumra leikfanga okkar,“ segir Simoens. Vandinn er helst bundinn við innflutt leikföng frá Kína en þau evrópskir framleiðendur á evrópskum mörkuðum hafa ekki orðið fyrir barðinu á þessu. Að sögn verslunarmanna mun taka einhvern tíma að leysa vandann, en lausn er þó í sjónmáli í flestum tilvikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Jólasveinar Tengdar fréttir Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. 25. september 2021 07:55 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00
Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. 25. september 2021 07:55