Öll lið í deildinni eru sterkari en við á pappírum Andri Már Eggertsson skrifar 29. október 2021 22:06 Sebastian Alexandersson var heiðarlegur í svörum eftir leik Vísir/Vilhelm Haukar voru í engum vandræðum með nýliða HK í kvöld. Leikurinn endaði 30-24. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, reyndist sannspár þar sem hann sagði í viðtali eftir síðasta leik að hann myndi ekki reikna með sigri gegnum Haukum. „Við erum langt frá því að vera samkeppnishæfir við Hauka. Það sást þegar Haukar spiluðu á sínu sterkasta liði. Haukar eru hraðari, miklu sterkari og línumennirnir okkar gátu ekkert hreyft sig.“ „Haukar gáfu okkur skotin sem við þorðum ekki að taka og þegar við tókum skotin þá var lítil sannfæring í því. Ég er ánægður með varnarleikinn þegar við gátum verið í vörn,“ sagði Sebastian Alexandersson eftir leik. Sebastian taldi sig aðeins vera heiðarlegan með því að segja að hans menn gætu ekki keppt við Hauka. „Er eitthvað að því að vera heiðarlegur. Við komum til að vinna leikinn en það þýðir ekki að ég muni halda því fram að ég sé með jafn gott lið og Haukar. Það væri fásinna, það er allt í lagi að vera heiðarlegur,“ sagði Sebastian æstur og hélt áfram. „Ætlar einhver að reyna selja það að við séum með jafn gott lið og Haukar. Ef þú tekur hvert einasta lið í deildinni og Víkingur með talið, eru öll lið sterkara en við á pappírum. Okkur er skítsama um það við ætlum að halda okkur í deildinni.“ Sebastian var ánægður með að hans menn lögðu ekki árar í bát og töpuðu með fimmtán mörkum heldur héldu áfram þegar Haukar fóru að rúlla á sínu liði. Einar Pétur Pétursson skrifaði undir hjá HK í vikunni og kom ekki til greina að hann yrði í leikmannahópi HK vegna þess hann hafði aðeins náð tveimur æfingum. HK Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira
„Við erum langt frá því að vera samkeppnishæfir við Hauka. Það sást þegar Haukar spiluðu á sínu sterkasta liði. Haukar eru hraðari, miklu sterkari og línumennirnir okkar gátu ekkert hreyft sig.“ „Haukar gáfu okkur skotin sem við þorðum ekki að taka og þegar við tókum skotin þá var lítil sannfæring í því. Ég er ánægður með varnarleikinn þegar við gátum verið í vörn,“ sagði Sebastian Alexandersson eftir leik. Sebastian taldi sig aðeins vera heiðarlegan með því að segja að hans menn gætu ekki keppt við Hauka. „Er eitthvað að því að vera heiðarlegur. Við komum til að vinna leikinn en það þýðir ekki að ég muni halda því fram að ég sé með jafn gott lið og Haukar. Það væri fásinna, það er allt í lagi að vera heiðarlegur,“ sagði Sebastian æstur og hélt áfram. „Ætlar einhver að reyna selja það að við séum með jafn gott lið og Haukar. Ef þú tekur hvert einasta lið í deildinni og Víkingur með talið, eru öll lið sterkara en við á pappírum. Okkur er skítsama um það við ætlum að halda okkur í deildinni.“ Sebastian var ánægður með að hans menn lögðu ekki árar í bát og töpuðu með fimmtán mörkum heldur héldu áfram þegar Haukar fóru að rúlla á sínu liði. Einar Pétur Pétursson skrifaði undir hjá HK í vikunni og kom ekki til greina að hann yrði í leikmannahópi HK vegna þess hann hafði aðeins náð tveimur æfingum.
HK Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira