Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 29. október 2021 20:03 Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara. Stöð 2 Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. Málsókn félagsins hefur verið í undirbúningi árum saman og er gífurlega umfangsmikil. Þar er krafist endurgreiðslu á tugum milljarða króna til handa eldri borgurum. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafa verið frestað fjórum sinnum en það hafi verið þingfest í vor en ekki tekið til aðalmeðferðar fyrr en nú. „Við erum auðvitað sigurviss og erum að berjast gegn þessum ósanngjörnu skerðingum. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og það getur orðið, að þurfa að standa í málaferlum gegn samfélagi sínu en menn vilja ekki ræða neitt fyrr en í fulla hnefana. Og kannski má segja að menn hanga eins og hundar á roði á þessum peningum sem eru teknir af þessari kynslóð: 45,5 milljarðar á ári,“ segi Helgi. Hann segir að skerðingar á kjörum eldri borgara ekki eiga sér enga rökrétta skýringu. „Mér finnst þetta bara vera hagfræði 101. Ef þessir peningar eru greiddir út og við fáum þá til afnota, hvað haldið þið að við gerum, hlaupum eitthvað burt og felum okkur?“ segir Helgi. Hann segir eldra fólk vera líklegra til að eyða peningum sínum en yngra fólk, til dæmis eyði það peningum í ferðaög og barnabörnin. „Þetta kemur allt inn í ríkiskassann í sköttum og einhver reiknaði meira að segja út að ríkisvaldið færi í plús.“ „Komið út fyrir öll þjófamörk“ Helgi segir að upphaflega hafi lífeyrissjóðum verið ætlað að vera uppbót við lífeyri frá Tryggingastofnun en að með tímanum og stækkun lífeyrissjóðakerfisins hafi menn freistast til þess að taka peninga af ellilífeyrisþegum. „Þetta er ósanngjarnt og þetta er komið út fyrir öll þjófamörk. 83,7 prósent af hundraðkallinum, þetta er bara allt of mikið,“ segir Helgi. Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Málsókn félagsins hefur verið í undirbúningi árum saman og er gífurlega umfangsmikil. Þar er krafist endurgreiðslu á tugum milljarða króna til handa eldri borgurum. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafa verið frestað fjórum sinnum en það hafi verið þingfest í vor en ekki tekið til aðalmeðferðar fyrr en nú. „Við erum auðvitað sigurviss og erum að berjast gegn þessum ósanngjörnu skerðingum. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og það getur orðið, að þurfa að standa í málaferlum gegn samfélagi sínu en menn vilja ekki ræða neitt fyrr en í fulla hnefana. Og kannski má segja að menn hanga eins og hundar á roði á þessum peningum sem eru teknir af þessari kynslóð: 45,5 milljarðar á ári,“ segi Helgi. Hann segir að skerðingar á kjörum eldri borgara ekki eiga sér enga rökrétta skýringu. „Mér finnst þetta bara vera hagfræði 101. Ef þessir peningar eru greiddir út og við fáum þá til afnota, hvað haldið þið að við gerum, hlaupum eitthvað burt og felum okkur?“ segir Helgi. Hann segir eldra fólk vera líklegra til að eyða peningum sínum en yngra fólk, til dæmis eyði það peningum í ferðaög og barnabörnin. „Þetta kemur allt inn í ríkiskassann í sköttum og einhver reiknaði meira að segja út að ríkisvaldið færi í plús.“ „Komið út fyrir öll þjófamörk“ Helgi segir að upphaflega hafi lífeyrissjóðum verið ætlað að vera uppbót við lífeyri frá Tryggingastofnun en að með tímanum og stækkun lífeyrissjóðakerfisins hafi menn freistast til þess að taka peninga af ellilífeyrisþegum. „Þetta er ósanngjarnt og þetta er komið út fyrir öll þjófamörk. 83,7 prósent af hundraðkallinum, þetta er bara allt of mikið,“ segir Helgi.
Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira