Á næstu tíu árum verða byggðar um eða yfir tíu þúsund íbúðir í Reykjavík og tuttugu og fimm þúsund á næstu tveimur áratugum - sem þýðir að fjöldi íbúða í borginni tvöfaldast á þeim tíma. Fjallað verður ítarlega um kynningu borgarinnar á uppbyggingu íbúða sem fór fram í Ráðhúsinu í dag en samkvæmt henni mun borgin taka miklum breytingum á næstu árum.
Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Í kvöldfréttum kíkjum við einnig víkingaskip sem strandaði við Bessastaðanes í dag og skoðum Siglufjarðarveg - sem er á miklu skriðuhættusvæði auk þess sem við heyrum í leikskólabörnum taka lagið fyrir forsetafrúna.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.