Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 10:21 Tengitvinnbílar hafa verið vinsælir undanfarin ár. Hægt er að stinga þeim í samband og keyra styttri vegalengdir á rafmagni. Rafhlaðan er hins vegar þung og þegar bíllinn eykur á bensíni getur hann eytt meiru en venjulegir bensínbílar. Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti. Nýorkubílar eru þeir sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að bæði hreinir rafbílar og tengitvinnbílar, sem hægt er að hlaða en ganga aðallega fyrir jarðefnaeldsneyti, teljast hvorir tveggja nýorkubílar. Í ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtakanna sem fór fram í vikunni er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sökuð um að ýkja árangur ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum í samgöngum og villa um fyrir neytendum. Vísa þau til blaðagreinar hennar í sumar þar sem hún sagði hlutfall nýskráðra nýorkubíla hafa verið 45% árið 2020 og að það hafi verið næsthæsta hlutfall slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi. Samtökin benda á að tengitvinnbílar séu oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Rafhlaðan geri þá umtalsvert þyngri. Um leið og hún tæmist keyri bíllinn á bensíni. Samkvæmt núverandi skilgreiningu stjórnvalda teljast 52% nýseldra bíla það sem af er þessu ári nýorkubílar. Hins vegar séu hreinir rafbílar aðeins 24% af heildinni en tengitvinnbílar 28%. „Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% að hluta,“ segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna. Hvetja þau stjórnvöld til þess að banna innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum strax frá og með árinu 2025, þar á meðal tengitvinnbílum. Annars auki stór hluti bílaflotans losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni. Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Nýorkubílar eru þeir sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að bæði hreinir rafbílar og tengitvinnbílar, sem hægt er að hlaða en ganga aðallega fyrir jarðefnaeldsneyti, teljast hvorir tveggja nýorkubílar. Í ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtakanna sem fór fram í vikunni er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sökuð um að ýkja árangur ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum í samgöngum og villa um fyrir neytendum. Vísa þau til blaðagreinar hennar í sumar þar sem hún sagði hlutfall nýskráðra nýorkubíla hafa verið 45% árið 2020 og að það hafi verið næsthæsta hlutfall slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi. Samtökin benda á að tengitvinnbílar séu oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Rafhlaðan geri þá umtalsvert þyngri. Um leið og hún tæmist keyri bíllinn á bensíni. Samkvæmt núverandi skilgreiningu stjórnvalda teljast 52% nýseldra bíla það sem af er þessu ári nýorkubílar. Hins vegar séu hreinir rafbílar aðeins 24% af heildinni en tengitvinnbílar 28%. „Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% að hluta,“ segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna. Hvetja þau stjórnvöld til þess að banna innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum strax frá og með árinu 2025, þar á meðal tengitvinnbílum. Annars auki stór hluti bílaflotans losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni.
Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira