„Virðingarvert“ hjá Lovísu sem hefur verið lengi í sviðsljósinu Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 15:35 Lovísa Thompson, ein besta handknattleikskona landsins, hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. vísir/hulda margrét „Þessi skór, þeir eru bara einhvers staðar. Það er auðvelt að sækja þá,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem ræddi um stærsta mál vikunnar í handboltaheiminum, ákvörðun Lovísu Thompson, við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í dag. Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan.
Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti