Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 12:10 Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Getty Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum. Þetta er meðal niðurstaðna áhættumatsnefndar sem lagðist í rannsókn að beiðni Matvælastofnunar til að kanna hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hefði neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Til að meta hvort neyslan gæti verið skaðleg fyrir heilsu var stuðst við viðmiðunarmörk sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur sett fyrir annars vegar svefn og hins vegar hjarta- og æðakerfið. Mörkin fyrir hjarta-og æðakerfið eru mishá eftir því hvort um ræðir einstaklinga undir 18 ára aldri eða 18 ára og eldri. Niðurstaða nefndarinnar er að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. Framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum t.d. innan veggja skólanna og á vegum íþróttahreyfinganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra. Helstu niðurstöður: Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar. Tíundi hver framhaldsskólanemi undir átján ára og einn af hverjum fimm yfir átján ára aldri, neytir orkudrykkja daglega. Koffínneysla hjá um þriðjungi nemenda á aldrinum 16-17 ára, sem drekka orkudrykki, er yfir viðmiðunarmörkum sem eru talin hafa neikvæð áhrif á svefn. Hátt í helmingur 18-20 ára ungmenna, sem drekka orkudrykki, innbyrða koffín daglega yfir þeim mörkum. Til samanburðar innbyrða aðeins 5-7% yngri ungmenna (<18 ára) og 10% eldri ungmenna(>18 ára), sem ekki drekka orkudrykki, koffín yfir þessum mörkum. Það er sterk neikvæð fylgni milli neyslu framhaldsskólanema á orkudrykkjum og svefns, sem lýsir sér í því að þau sem neyta mikils magns orkudrykkja eiga erfiðara með að sofna. Mjög hátt hlutfall þeirra segist sofa lítið (minna en 6 tíma á sólarhring). Áhættumat sýnir að a.m.k. 10-12% yngri ungmenna (<18 ára), sem neyta orkudrykkja, innbyrða koffín yfir þeim öryggismörkum fyrir hjarta- og æðakerfið sem EFSA ráðleggur að séu örugg fyrir börn, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Til samanburðar innbyrða 1-2% ungmenna, sem ekki neyta orkudrykkja, koffín yfir þessum mörkum. Þau ungmenni (<18 ára) sem innbyrða mest koffín, innbyrða tvöfalt til fjórfalt það magn sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Langtíma neysla á miklu magni (yfir 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag) af koffíni getur valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfið. Samanburður við skýrslu áhættumatsnefndar frá 2020 um koffínneyslu grunnskólanema (8.-10. bekk) leiðir í ljós að neysla orkudrykkja (2x í viku eða oftar) eykst línulega eftir aldri, úr 10% fyrir 13 ára í 46% fyrir 18-20 ára. Um 40-70% ungmenna í 8.-10. bekk hafa fengið orkudrykki gefins í tengslum við íþróttir eða hópastarf samanborið við 10% framhaldsskólanema. Svo virðist sem orkudrykkjum sé markvisst haldið að grunnskólabörnum og þar sem koffín er vanabindandi efni veldur þetta áhyggjum m.t.t. mögulegra neikvæðra heilsuáhrifa til langs tíma. Óheft aðgengi ungmenna (<18 ára) að orkudrykkjum í skólum, í hópastarfi og við íþróttaiðkun er ekki til þess fallið að draga úr neyslu þessara drykkja. Áhættumatið sýnir að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Neyslan hafi neikvæð áhrif á svefn, óháð andlegri líðan þeirra. Hún sé yfir því magni sem getur valdið hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Eftirtaldir aðilar skipuðu áhættumatsnefndina: Charlotta Oddsdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Helga Gunnlaugsdóttir, Orkídea & gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Embætti Landlæknis Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Rafn Benediktsson, Heilbrigðisvísindasvið HÍ Þórhallur Ingi Halldórsson, Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, sá um tölfræðiútreikninga Börn og uppeldi Framhaldsskólar Orkudrykkir Svefn Neytendur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna áhættumatsnefndar sem lagðist í rannsókn að beiðni Matvælastofnunar til að kanna hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hefði neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Til að meta hvort neyslan gæti verið skaðleg fyrir heilsu var stuðst við viðmiðunarmörk sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur sett fyrir annars vegar svefn og hins vegar hjarta- og æðakerfið. Mörkin fyrir hjarta-og æðakerfið eru mishá eftir því hvort um ræðir einstaklinga undir 18 ára aldri eða 18 ára og eldri. Niðurstaða nefndarinnar er að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. Framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum t.d. innan veggja skólanna og á vegum íþróttahreyfinganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra. Helstu niðurstöður: Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar. Tíundi hver framhaldsskólanemi undir átján ára og einn af hverjum fimm yfir átján ára aldri, neytir orkudrykkja daglega. Koffínneysla hjá um þriðjungi nemenda á aldrinum 16-17 ára, sem drekka orkudrykki, er yfir viðmiðunarmörkum sem eru talin hafa neikvæð áhrif á svefn. Hátt í helmingur 18-20 ára ungmenna, sem drekka orkudrykki, innbyrða koffín daglega yfir þeim mörkum. Til samanburðar innbyrða aðeins 5-7% yngri ungmenna (<18 ára) og 10% eldri ungmenna(>18 ára), sem ekki drekka orkudrykki, koffín yfir þessum mörkum. Það er sterk neikvæð fylgni milli neyslu framhaldsskólanema á orkudrykkjum og svefns, sem lýsir sér í því að þau sem neyta mikils magns orkudrykkja eiga erfiðara með að sofna. Mjög hátt hlutfall þeirra segist sofa lítið (minna en 6 tíma á sólarhring). Áhættumat sýnir að a.m.k. 10-12% yngri ungmenna (<18 ára), sem neyta orkudrykkja, innbyrða koffín yfir þeim öryggismörkum fyrir hjarta- og æðakerfið sem EFSA ráðleggur að séu örugg fyrir börn, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Til samanburðar innbyrða 1-2% ungmenna, sem ekki neyta orkudrykkja, koffín yfir þessum mörkum. Þau ungmenni (<18 ára) sem innbyrða mest koffín, innbyrða tvöfalt til fjórfalt það magn sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Langtíma neysla á miklu magni (yfir 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag) af koffíni getur valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfið. Samanburður við skýrslu áhættumatsnefndar frá 2020 um koffínneyslu grunnskólanema (8.-10. bekk) leiðir í ljós að neysla orkudrykkja (2x í viku eða oftar) eykst línulega eftir aldri, úr 10% fyrir 13 ára í 46% fyrir 18-20 ára. Um 40-70% ungmenna í 8.-10. bekk hafa fengið orkudrykki gefins í tengslum við íþróttir eða hópastarf samanborið við 10% framhaldsskólanema. Svo virðist sem orkudrykkjum sé markvisst haldið að grunnskólabörnum og þar sem koffín er vanabindandi efni veldur þetta áhyggjum m.t.t. mögulegra neikvæðra heilsuáhrifa til langs tíma. Óheft aðgengi ungmenna (<18 ára) að orkudrykkjum í skólum, í hópastarfi og við íþróttaiðkun er ekki til þess fallið að draga úr neyslu þessara drykkja. Áhættumatið sýnir að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Neyslan hafi neikvæð áhrif á svefn, óháð andlegri líðan þeirra. Hún sé yfir því magni sem getur valdið hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Eftirtaldir aðilar skipuðu áhættumatsnefndina: Charlotta Oddsdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Helga Gunnlaugsdóttir, Orkídea & gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Embætti Landlæknis Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Rafn Benediktsson, Heilbrigðisvísindasvið HÍ Þórhallur Ingi Halldórsson, Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, sá um tölfræðiútreikninga
Börn og uppeldi Framhaldsskólar Orkudrykkir Svefn Neytendur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira