Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 16:43 Íslenska landsliðið hefur á síðustu dögum skorað níu mörk í tveimur sigrum, gegn Tékklandi og Kýpur. Næsta sumar bíða hins vegar mun erfiðari mótherjar á Evrópumótinu í Englandi. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Sextán lið leika á EM og spila þar í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu lið úr hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki en mætir Frakklandi úr efsta flokki, Ítalíu úr öðrum flokki og Belgíu úr þriðja flokki. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik 10. júlí á akademíuleikvangi Manchester City. Ísland mætir svo Ítalíu á sama stað, 14. júlí. Lokaleikurinn í riðlinum er gegn Frakklandi 18. júlí, á New York leikvanginum í Rotherham. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit og mæta þar liðum úr C-riðli. A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, ÍSLAND Ísland leikur í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Liðið var einnig með Frakklandi í riðli á EM 2017 og 2009 og tapaði báðum leikjum. Langt er síðan að Ísland mætti Ítalíu í mótsleik en liðin mættust í tveimur vináttulandsleikjum í apríl, fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, þar sem Ítalía vann 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli. Ísland mætti Belgíu síðast í Algarve-bikarnum árið 2016 og vann þá 2-1 sigur. Textalýsingu frá drættinum í Manchester má sjá hér að neðan.
Sextán lið leika á EM og spila þar í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu lið úr hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki en mætir Frakklandi úr efsta flokki, Ítalíu úr öðrum flokki og Belgíu úr þriðja flokki. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik 10. júlí á akademíuleikvangi Manchester City. Ísland mætir svo Ítalíu á sama stað, 14. júlí. Lokaleikurinn í riðlinum er gegn Frakklandi 18. júlí, á New York leikvanginum í Rotherham. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit og mæta þar liðum úr C-riðli. A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, ÍSLAND Ísland leikur í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Liðið var einnig með Frakklandi í riðli á EM 2017 og 2009 og tapaði báðum leikjum. Langt er síðan að Ísland mætti Ítalíu í mótsleik en liðin mættust í tveimur vináttulandsleikjum í apríl, fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, þar sem Ítalía vann 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli. Ísland mætti Belgíu síðast í Algarve-bikarnum árið 2016 og vann þá 2-1 sigur. Textalýsingu frá drættinum í Manchester má sjá hér að neðan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira