Grétar Ingi Erlendsson birti myndir af hvalnum í fjörunni í dag og sagði þær teknar í Skötubótinni utan við Þorlákshöfn.
Þá taldi hann að um Sandreyð væri að ræða, sem er skíðishvalur.
Náttúrufræðistofnun segir Sandreyð finnast í öllum heimshöfum en þeir leiti í kaldari sjó yfir sumarið. Þeir komi yfirleitt ekki á íslensk hafsvæði fyrr en eftir mitt sumar og dvelji fram á haust.